Innlent

Stefnir í sól­ríkan og hlýjan sumar­dag fyrsta víða um land

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sumarblíða í Reykjavík. Búast má við blíðviðri sunnan og vestanlands á morgun.
Sumarblíða í Reykjavík. Búast má við blíðviðri sunnan og vestanlands á morgun. Vísir/Vilhelm

Búast má við blíðviðri sunnan og vestanlands á morgun sumardaginn fyrsta með hita allt að tólf gráðum í Reykjavík. Útlit er fyrir norðlæga átt á morgun og að víða verði bjart. Á Norðurlandi og fyrir austan verður kannski skýjað en úrkomulítið. Kaldara verður fyrir norðan.

Þetta er haft eftir Katrínu Öglu Tómasdóttur veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands. Hún segir að með norðlægu áttinni kólni aðeins í veðri aðallega fyrir norðan og austan. Þar verði hiti svona 0-8 stig þar, en gæti verið hlýrra í innsveitum. Í Reykjavík er hins vegar útlit fyrir hlýtt veður, bjartviðri og hægan vind. Spáð er hita allt að tólf gráðum.

Á vef veðurstofunnar má finna upplýsingar um veður á sumardaginn fyrsta árin 1949 - 2015, en þar segir að hæsti hiti sem þá hafði mælst í Reykjavík á sumardaginn fyrsta hafi verið 13,5 gráður. Hæsti hiti sem þá hafði mælst á Akureyri var 19,8 gráður árið 1976. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×