Handbolti

„Náðum að stilla spennustigið betur í hálf­leik“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, fer yfir málin með leikmönnum sínum. 
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, fer yfir málin með leikmönnum sínum.  Vísir/Diego

Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var kampakátur með sigur liðsins gegn ÍBV í undarnúrslitum Olísdeildar kvenna í handbolta í kvöld sem fleytti liðinu áfram í úrslitarimmuna. 

„Mér fannst við svolítið yfirspenntar í fyrri hálfleik og það var vottur af hræðslu við að tapa leiknum. Ég var undir það búinn að þessi leikur yrði jafnari en fyrstu tveir og það má ekki gleyma því að við erum að spila við reynslumkið og sterkt Eyjalið,“ sagð Ágúst Þór að leik loknum. 

„Marta reyndist okkur erfið í fyrri hálfleik og ÍBV spilaði bara heilt yfir vel. Við náðum hins vegar að stilla spennustigið betur í hálfleik og einblíndum á að taka bara eina vörn og sókn í einu.

Varnarleikurinn batnaði í seinni hálfleik og við slúttuðum sóknunum betur. Leikmenn mínir sigldu þessu faglega heim og það er vissulega mikill léttir að þurfa ekki að fara aftur til Eyja,“ sagði þjálfarinn sigursæli enn fremur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×