Veður

Rigning með köflum víðast hvar

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig yfir daginn.
Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig yfir daginn. Vísir/Vilhelm

Lægðasvæði suðvestur og vestur af landinu stýrir veðrinu hjá okkur næstu daga og má gera ráð fyrir rigningu með köflum í dag en þurru fram eftir degi norðaustanlands.

Á vef Veðurstofunnar segir að það verði suðvestlæg átt í dag og allvíða átta til þrettán metrar á sekúndu.

Hiti verður á bilinu fimm til tólf stig yfir daginn.

Hægari sunnanátt á morgun og úrkomulítið, en sums staðar rigning austantil á landinu. Þurrt að mestu eystra á sunnudag, en þá er spáð dálitlum skúrum eða slydduéljum um landið vestanvert.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, skýjað með köflum og sums staðar dálítil væta. Hiti 5 til 12 stig.

Á sunnudag: Sunnan 3-10 og skúrir eða slydduél vestantil, en súld eða rigning við austurströndina. Hiti 2 til 10 stig að deginum.

Á mánudag: Sunnan 5-13 og skúrir eða slydduél, en bjart að mestu norðaustan- og austanlands. Hiti breytist lítið.

Á þriðjudag: Suðlæg átt og rigning eða slydda, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 9 stig.

Á miðvikudag og fimmtudag (uppstigningardagur): Vestlæg eða breytileg átt og víða bjart veður. Hiti 4 til 12 stig yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×