Viðskipti innlent

Aukið at­vinnu­leysi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Atvinnuleysi hefur verið á svipuðu róli síðastliðið ár.
Atvinnuleysi hefur verið á svipuðu róli síðastliðið ár. Vísir/Vilhelm

Í marsmánuði voru 9.500 manns atvinnulausir á Íslandi samkvæmt gögnum Hagstofunnar. Árstíðaleiðrétt hlutfall atvinnulausra var 4,1 prósent og jókst um 0,5 prósentustig milli mánaða. 

Hlutfall starfandi á landinu er 77,8 prósent og atvinnuþátttaka 81,1 prósent. Hlutfall starfandi einstaklinga minnkaði um 0,6 prósentustig milli mánaða en atvinnuþátttaka lækkaði minna, um 0,2 prósentustig. 

Síðasta ár hefur atvinnuleysi verið á milli 4,3 prósent og 2,3 prósent. Á síðastliðnum fimm árum náði atvinnuleysi hámarki í október 2020 og apríl 2021 þegar það mældist 8,7 prósent. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×