Viðskipti innlent

Mun stýra tækni­sviði Car­b­fix

Atli Ísleifsson skrifar
Sólveig Hrönn Sigurðardóttir.
Sólveig Hrönn Sigurðardóttir. Aðsend

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir hefur verið ráðin til Carbfix þar sem hún mun stýra tæknisviði félagsins. Hún var áður forstöðumaður upplýsingatæknireksturs hjá Alvotech og þar á undan forstöðumaður þjónustustýringar hjá Reiknistofu bankanna.

Í tilkynningu segir að hún sé með B.Sc. í tölvunarfræði, B.Ed. í kennslufræði og MIM í upplýsingastjórnun.

Haft er eftir Sólveigu að það séu forréttindi að vera hluti af Carbfix teyminu, þar sem unnið sé af krafti og eldmóð að raunverulegum loftslagsaðgerðum. „Ég er umkringd hæfileikaríku fólki sem hefur ekki einungis sýnt fram á getu sína til að ná árangri, heldur einnig þann drifkraft þarf til að takast á við loftslagsvána. Ég er er full tilhlökkunar til að slást í för með Carbfix í þessari mikilvægu baráttu.”

Carbfix er félag sem vinnur að bindingu CO2 í bergi neðanjarðar. Frá árinu 2012 hefur fyrirtækið bundið yfir 90 þúsund tonn af CO2 á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×