Innlent

Rigning í kortunum í kvöld

Samúel Karl Ólason skrifar
Búast má við rigningu í kvöld.
Búast má við rigningu í kvöld. Vísir/Vilhelm

Von er á rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld, þegar lægð sem er suðvestur af landinu færist nær Íslandi. Þessi lægð hefur beint mildri sunnan og suðaustanátt til landsins.

Von er á sjö til fimmtán stiga hita í dag.

Lægðin mun teygja sig yfir landið á morgun og verður vindátt þá breytileg en hæg, yfirleitt milli fimm og tíu metrum á sekúndu. Rigning eða súld á köflum en úrkomulítið norðaustantil. Þá er búist við því að kólna muni á Vestfjörðum.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Norðan og norðvestan 5-13 m/s. Þurrt að mestu suðvestanlands, annars dálítil rigning eða slydda, en skúrir á Suðausturlandi. Hiti 3 til 11 stig yfir daginn, mildast syðst.

Á þriðjudag:

Norðvestlæg eða breytileg átt, víða 3-10 og bjartviðri, en stöku skúrir syðst. Hlýnar lítillega.

Á miðvikudag:

Austan og suðaustan 3-10 og dálitlar skúrir, en lengst af þurrt um landið austanvert. Hiti 5 til 13 stig að deginum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×