Enski boltinn

Hrósaði karakter leik­manna eftir að liðið henti frá sér unnum leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp að leik loknum.
Klopp að leik loknum. Chris Brunskill/Getty Images

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, hrósaði karakter sinna manna eftir 3-3 jafntefli liðsins á Villa Park í Birmingham. Gestirnir úr Bítlaborginni voru 3-1 yfir þegar skammt var eftir af leiknum en Aston Villa skoraði tvívegis og leiknum lauk með jafntefli.

„Leikurinn hljóp frá okkur. Við spiluðum virkilega góðum fótbolta, vorum virkilega góðir og vorum sífellt til vandræða,“ sagði Klopp eftir leik.

Tvö mörk voru dæmd af Liverpool í leiknum og eitt af Aston Villa. Þá var heimaliðið með 3.31 í xG (vænt mörk) en gestirnir aðeins 1.72 í xG.

„Áður en við breyttum til gáfum þeim of mörg færi. Það var mikil spenna í strákunum og Villa skapaði sér of mikið. Þeir voru of oft í okkar teig og við gerðum breytingar. Síðan gerðum við mistökum. Það kemur fyrir en á því augnabliki þá opnuðum við hurðina.“

„Þeir jöfnuðu en ég skil ekki enn hvernig. Karakterinn sem strákarnir sýndu í dag var frábær verandi í okkar stöðu. Við virkilega vildum vinna leikinn. Augnablikið sem við gáfum þeim annað markið, í stöðunni 3-2, gerði leikinn virkilega snúinn. Þannig er það, það er saga leiksins,“ sagði Klopp að endingu.


Tengdar fréttir

Liver­pool henti frá sér sigrinum í síðasta úti­leik Klopp

Aston Villa og Liverpool gerðu 3-3 jafntefli í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Leikurinn var frábær skemmtun þrátt fyrir að myndbandsdómarar leiksins hafi eytt alltof miklum tíma í að skoða hin ýmsu atriði. Um var að ræða síðasta útileik  Jürgen Klopp sem þjálfari Liverpool en hann yfirgefur félagið í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×