Lífið

„Þetta er náttúru­lega sorgar­saga okkar Ís­lendinga“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Berghildur Erla er umsjónarmaður þáttanna Vistheimilin á Stöð 2.
Berghildur Erla er umsjónarmaður þáttanna Vistheimilin á Stöð 2.

Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum.

„Þættirnir fjalla um börn sem voru vistuð á vistheimilum á vegum hins opinbera á síðustu öld en líka á þessari öld. Börn sem urðu fyrir illri meðferð að einhverju tagi,“ segir Berghildur í Íslandi í dag á dögunum.

Hún segist taka fyrir fimm stofnanir í þáttunum.

„Þegar að Breiðuvíkurmálið kemur upp árið 2007 er ég að vinna á RÚV,“ segir Berghildur sem man vel hversu mikil áhrif það mál hafði á þjóðina.

„Síðan þá hef ég fjallað um börn þegar þau hafa með einhverjum hætti orðið fyrir ofbeldi. Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga,“ segir hún en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×