Enski boltinn

Varane kveður United eftir tíma­bilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Raphaël Varane heldur á vit nýrra ævintýra í sumar.
Raphaël Varane heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. getty/Simon Stacpoole

Franski varnarmaðurinn Raphaël Varane yfirgefur herbúðir Manchester United þegar samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið.

Varane kom til United frá Real Madrid fyrir þremur árum. Hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla en hefur leikið 93 leiki og skorað tvö mörk fyrir United.

Hinn 31 árs Varane varð deildabikarmeistari með United á síðasta tímabili. Hann getur bætt bikarmeistaratitli í safnið áður en tímabilið er á enda. United mætir Manchester City í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar 25. maí.

Varane lék áður með Real Madrid í áratug. Hann varð þrisvar sinnum Spánarmeistari og fjórum sinnum Evrópumeistari með liðinu.

Þá varð Varane heimsmeistari með franska landsliðinu 2018 og fékk silfur á HM fjórum árum seinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×