Fyrirtæki hvött til að halda upp á daginn í dag og gera sér dagamun Rakel Sveinsdóttir skrifar 16. maí 2024 07:00 Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs hvetur fyrirtæki til að halda upp á daginn og gera sér dagamun í tilefni Alþjóðlega mannauðsdagsins, framtíðin sé á fleygiferð sem aldrei fyrr og mikilvægt að fyrirtæki tileinki sér þau nýju tæki, tól og aðferðir sem í boði eru til þess. Vísir/Vilhelm „Á þessum degi eru fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar hvattir til að halda upp á daginn, gera sér dagamun og sýna hvað við stöndum fyrir sem fag,” segir Sigrún Kjartansdóttir framkvæmdastjóri Mannauðs í tilefni Alþjóðlega Mannauðsdagsins sem haldinn er í dag. Strangt til tekið segir Sigrún daginn vera þann 20.maí ár hvert, en þetta er í fimmta sinn sem hann er haldinn á alþjóðavísu. „En sá dagur ber upp á Annan í Hvítasunnu og því ákváðum við að á Íslandi myndum við halda upp á daginn í dag.” Sigrún segir fullt tilefni til að huga að mannauðsmálum vinnustaða alla daga. Framtíðin er aldrei sem fyrr á fleygiferð og það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki, skipulagsheildir og einstaklinga að tileinka sér þau nýju tæki, tól og aðferðir sem í boði eru til þess.” Í tilefni dagsins, rýnum við í þær áherslur sem Evrópusamtök mannauðsfólks (EAPM) völdu að þessu sinni, en í samtökunum eru 34 Evrópuþjóðir. Hvernig er Íslandi að ganga? Ísland er aðili að EAPM samtökunum, sem í tilefni dagsins standa fyrir ráðstefnu þar sem þegar er búið að leggja drög að þeim áherslum sem leiða umræður. Sigrún, sem er formaður Evrópunefndar Alþjóðlega Mannauðsdagsins, hefur stýrt starfi undirbúningshópsins undanfarið. Hún segir Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, hafa í ár ákveðið að leggja áherslu á fjölbreytileika á vinnustöðum og þá sérstaklega innflytjendur á vinnumarkaði. „Þegar við tölum um fjölbreytileika þá erum við ekki bara að tala um innflytjendur heldur alla þátttakendur vinnumarkaðsins í heild sinni. Við erum að tala um kyn, uppruna, kynþætti, aldur, fötlun eða skerta starfsgetu og svo framvegis,“ segir Sigrún. Í tilefni þessa, stendur Mannauður fyrir opinni málstofu í dag þar sem innflytjendur segja frá reynslu sinni og upplifun af því að koma til Íslands og starfa. Dagskránna má sjá nánar hér. „Til Íslands hafa flutt þúsundir einstaklinga frá öðrum löndum með nýjar og öðruvísi hugmyndir og með eldmóð til að koma þeim í framkvæmd. Fyrir vikið er Ísland fjölbreyttara og betra.“ Þá segir Sigrún að félagið hafi nýverið hafið samstarf við Öldu um að mæla inngildingu á vinnustöðum. „Þetta er þá könnun sem mun mæla upplifun starfsfólks á vinnustaðamenningu og sérstaklega hvernig upplifanir dreifast eftir ólíkum félagshópum eins og kyni, uppruna, kynþætti, fötlun og svo framvegis.“ Í kjölfarið er ætlunin að gefa út inngildingarvísitölu fyrir Ísland sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að gera samanburð á því hvernig vinnustaðamælingin er að mælast hjá þeim í samanburði við aðra. „Það verður áhugavert að sjá stöðuna á þessum málum í íslensku atvinnulífi.“ Sigrún segir ávinning vinnustaða af fjölbreytileika vera heilmikinn. Enda séu vinnustaðir með fjölbreyttum mannauði betur í stakk búir til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Hvort sem þær felast rekstri, þjónustu eða framleiðslu. Við megum heldur ekki gleyma því að um 23% starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði eru erlendir ríkisborgarar og það er bæði nauðsynlegt og dýrmætt að innan fyrirtækjanna sé starfsfólk úr þeirra röðum.“ Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, mun leggja áherslu á fjölbreytileika á opinni málstofu sinni í dag, en Sigrún segir mikilvægt að fólk átti sig á því að nú þegar er 23% vinnuafls á Íslandi fólk sem kemur erlendis frá.Vísir/Vilhelm Gervigreind, siðferði og fleira Sigrún segir áherslu EAPM ekki síst felast í því að ræða tækniþróunina þar sem gervigreind og siðferði er til sérstakrar umræðu. Enda segir hún fullt tilefni til þess að þau mál séum rædd. „Hér erum við að tala um miklar og hraðar tæknibreytingar, gervigreindina, nýja kynslóð á vinnumarkaði, fjölbreytileika á vinnumarkaði, breytta vinnuaðstöðu og breytt skipulag húsnæðis, aukið jafnrétti, aukna áherslu á velferð starfsmanna, fjarvinnustefnu og töluvert breytt landslag í stjórnun og samskiptum.“ Þá segir hún mikilvægt að vinnustaðir setji breytingar líka í samhengi við þau gífurlegu áhrif sem heimsfaraldurinn hafði til frambúðar. Þó við séum orðin ansi þreytt á því að tala um COVID, þá ýtti heimsfaraldurinn úr vör þessum miklum breytingum, bæði tæknibreytingum og lífsstílsbreytingum sem lengi hafði verið talað mikið um en fóru aldrei af stað fyrr en í og eftir COVID.“ Allt ofangreint segir Sigrún undirstrika þær stóru en spennandi áskoranir sem mannauðsfólk stendur frammi fyrir. Þar segir hún ekki síst mikilvægt fyrir íslenskt félag eins og Mannauð, að taka fullan þátt í alþjóðlegu samstarfi. „Sem eykur víðsýni og styrkir okkur faglega.“ Ísland er aðili að EAPM samtökunum sem í eru 34 þjóðir. Sigrún hefur stýrt starfi undirbúningshópsins undanfarið, sem formaður Evrópunefndar Alþjóðlega Mannauðsdagsins.Vísir/Vilhelm Önnur lykilatriði árið 2024 Sigrún segir önnur lykilatriði sem valin voru sérstaklega sem umræðuefni í ár var eftirfarandi: ●Vinnustaðir framtíðar verða endurskilgreindir Skipuleggjendur dagsins segja að áhersla á traust, þar sem jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding eru samofin menningu vinnustaðarins sé kjarni góðra vinnustaða. Að veita starfsfólkinu rödd, opna á sveigjanleika, ræða opinskátt um mikilvæg viðfangsefni eins og launamun og ýta undir vellíðan og jafnvægi milli vinnu og einkalífs er kjarninn í því að viðhalda góðri frammistöðu og framleiðni, ásamt því að gefa einstaklingum færi á að vaxa og dafna. ●Framúrskarandi leiðtogahæfileikar Sérfræðingar í mannauðsmálum þurfa að átta sig á því að þau bera ábyrgð á að taka ákvarðanir sem setja starfsfólkið í fyrsta sæti og eru byggðar á siðferðilega góðum og sannrýndum gögnum og upplýsingum.Hjá þeim liggur ábyrgðin á að þróa og þjálfa leiðtoga og stjórnendur sem byggja upp vinnustaði þar sem allir eru velkomnir og fólki finnst það geta verið besta útgáfan af sjálfu sér á hverjum degi. ●Stöðug fjárfesting í færni og símenntun Þar sem færnikröfur eru að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr þá skiptir miklu máli að tryggja að starfsfólk fái tækifæri til að efla þekkingu sína og færni. Það mun skila aukinni framleiðni fyrir fyrirtæki og skipulagsheildir og skila vinumarkaðnum í heild sterkari og eftirsóknarverðara starfsfólki. EAPM segir mannauðsfólk vera lykilaðila í því að halda samtalinu um síþjálfun og símenntun gangandi. Það er samfélaginu öllu til góða að ýtt sé undir tækifæri fólks til að sækja nám samhliða vinnu og þá sérstaklega fyrir jaðarsetta hópa og þá sem eiga í hættu að færni þeirra verði úrelt með tilkomu nýrrar tækni. Mannauðsmál Vinnumarkaður Innflytjendamál Tækni Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01 Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Sjá meira
Strangt til tekið segir Sigrún daginn vera þann 20.maí ár hvert, en þetta er í fimmta sinn sem hann er haldinn á alþjóðavísu. „En sá dagur ber upp á Annan í Hvítasunnu og því ákváðum við að á Íslandi myndum við halda upp á daginn í dag.” Sigrún segir fullt tilefni til að huga að mannauðsmálum vinnustaða alla daga. Framtíðin er aldrei sem fyrr á fleygiferð og það er mjög mikilvægt fyrir fyrirtæki, skipulagsheildir og einstaklinga að tileinka sér þau nýju tæki, tól og aðferðir sem í boði eru til þess.” Í tilefni dagsins, rýnum við í þær áherslur sem Evrópusamtök mannauðsfólks (EAPM) völdu að þessu sinni, en í samtökunum eru 34 Evrópuþjóðir. Hvernig er Íslandi að ganga? Ísland er aðili að EAPM samtökunum, sem í tilefni dagsins standa fyrir ráðstefnu þar sem þegar er búið að leggja drög að þeim áherslum sem leiða umræður. Sigrún, sem er formaður Evrópunefndar Alþjóðlega Mannauðsdagsins, hefur stýrt starfi undirbúningshópsins undanfarið. Hún segir Mannauð, félag mannauðsfólks á Íslandi, hafa í ár ákveðið að leggja áherslu á fjölbreytileika á vinnustöðum og þá sérstaklega innflytjendur á vinnumarkaði. „Þegar við tölum um fjölbreytileika þá erum við ekki bara að tala um innflytjendur heldur alla þátttakendur vinnumarkaðsins í heild sinni. Við erum að tala um kyn, uppruna, kynþætti, aldur, fötlun eða skerta starfsgetu og svo framvegis,“ segir Sigrún. Í tilefni þessa, stendur Mannauður fyrir opinni málstofu í dag þar sem innflytjendur segja frá reynslu sinni og upplifun af því að koma til Íslands og starfa. Dagskránna má sjá nánar hér. „Til Íslands hafa flutt þúsundir einstaklinga frá öðrum löndum með nýjar og öðruvísi hugmyndir og með eldmóð til að koma þeim í framkvæmd. Fyrir vikið er Ísland fjölbreyttara og betra.“ Þá segir Sigrún að félagið hafi nýverið hafið samstarf við Öldu um að mæla inngildingu á vinnustöðum. „Þetta er þá könnun sem mun mæla upplifun starfsfólks á vinnustaðamenningu og sérstaklega hvernig upplifanir dreifast eftir ólíkum félagshópum eins og kyni, uppruna, kynþætti, fötlun og svo framvegis.“ Í kjölfarið er ætlunin að gefa út inngildingarvísitölu fyrir Ísland sem fyrirtæki og stofnanir geta nýtt sér til að gera samanburð á því hvernig vinnustaðamælingin er að mælast hjá þeim í samanburði við aðra. „Það verður áhugavert að sjá stöðuna á þessum málum í íslensku atvinnulífi.“ Sigrún segir ávinning vinnustaða af fjölbreytileika vera heilmikinn. Enda séu vinnustaðir með fjölbreyttum mannauði betur í stakk búir til að takast á við fjölbreyttar áskoranir. Hvort sem þær felast rekstri, þjónustu eða framleiðslu. Við megum heldur ekki gleyma því að um 23% starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði eru erlendir ríkisborgarar og það er bæði nauðsynlegt og dýrmætt að innan fyrirtækjanna sé starfsfólk úr þeirra röðum.“ Mannauður, félag mannauðsfólks á Íslandi, mun leggja áherslu á fjölbreytileika á opinni málstofu sinni í dag, en Sigrún segir mikilvægt að fólk átti sig á því að nú þegar er 23% vinnuafls á Íslandi fólk sem kemur erlendis frá.Vísir/Vilhelm Gervigreind, siðferði og fleira Sigrún segir áherslu EAPM ekki síst felast í því að ræða tækniþróunina þar sem gervigreind og siðferði er til sérstakrar umræðu. Enda segir hún fullt tilefni til þess að þau mál séum rædd. „Hér erum við að tala um miklar og hraðar tæknibreytingar, gervigreindina, nýja kynslóð á vinnumarkaði, fjölbreytileika á vinnumarkaði, breytta vinnuaðstöðu og breytt skipulag húsnæðis, aukið jafnrétti, aukna áherslu á velferð starfsmanna, fjarvinnustefnu og töluvert breytt landslag í stjórnun og samskiptum.“ Þá segir hún mikilvægt að vinnustaðir setji breytingar líka í samhengi við þau gífurlegu áhrif sem heimsfaraldurinn hafði til frambúðar. Þó við séum orðin ansi þreytt á því að tala um COVID, þá ýtti heimsfaraldurinn úr vör þessum miklum breytingum, bæði tæknibreytingum og lífsstílsbreytingum sem lengi hafði verið talað mikið um en fóru aldrei af stað fyrr en í og eftir COVID.“ Allt ofangreint segir Sigrún undirstrika þær stóru en spennandi áskoranir sem mannauðsfólk stendur frammi fyrir. Þar segir hún ekki síst mikilvægt fyrir íslenskt félag eins og Mannauð, að taka fullan þátt í alþjóðlegu samstarfi. „Sem eykur víðsýni og styrkir okkur faglega.“ Ísland er aðili að EAPM samtökunum sem í eru 34 þjóðir. Sigrún hefur stýrt starfi undirbúningshópsins undanfarið, sem formaður Evrópunefndar Alþjóðlega Mannauðsdagsins.Vísir/Vilhelm Önnur lykilatriði árið 2024 Sigrún segir önnur lykilatriði sem valin voru sérstaklega sem umræðuefni í ár var eftirfarandi: ●Vinnustaðir framtíðar verða endurskilgreindir Skipuleggjendur dagsins segja að áhersla á traust, þar sem jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding eru samofin menningu vinnustaðarins sé kjarni góðra vinnustaða. Að veita starfsfólkinu rödd, opna á sveigjanleika, ræða opinskátt um mikilvæg viðfangsefni eins og launamun og ýta undir vellíðan og jafnvægi milli vinnu og einkalífs er kjarninn í því að viðhalda góðri frammistöðu og framleiðni, ásamt því að gefa einstaklingum færi á að vaxa og dafna. ●Framúrskarandi leiðtogahæfileikar Sérfræðingar í mannauðsmálum þurfa að átta sig á því að þau bera ábyrgð á að taka ákvarðanir sem setja starfsfólkið í fyrsta sæti og eru byggðar á siðferðilega góðum og sannrýndum gögnum og upplýsingum.Hjá þeim liggur ábyrgðin á að þróa og þjálfa leiðtoga og stjórnendur sem byggja upp vinnustaði þar sem allir eru velkomnir og fólki finnst það geta verið besta útgáfan af sjálfu sér á hverjum degi. ●Stöðug fjárfesting í færni og símenntun Þar sem færnikröfur eru að breytast hraðar en nokkru sinni fyrr þá skiptir miklu máli að tryggja að starfsfólk fái tækifæri til að efla þekkingu sína og færni. Það mun skila aukinni framleiðni fyrir fyrirtæki og skipulagsheildir og skila vinumarkaðnum í heild sterkari og eftirsóknarverðara starfsfólki. EAPM segir mannauðsfólk vera lykilaðila í því að halda samtalinu um síþjálfun og símenntun gangandi. Það er samfélaginu öllu til góða að ýtt sé undir tækifæri fólks til að sækja nám samhliða vinnu og þá sérstaklega fyrir jaðarsetta hópa og þá sem eiga í hættu að færni þeirra verði úrelt með tilkomu nýrrar tækni.
Mannauðsmál Vinnumarkaður Innflytjendamál Tækni Samfélagsleg ábyrgð Tengdar fréttir Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02 Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01 Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01 Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00 Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01 Mest lesið Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ „Það segir sig sjálft að við höfum endalausa orku“ Horfðu á hallærislegt sjónvarpsefni og úðuðu í sig bragðaref Að hætta að vera vandræðaleg í nýrri vinnu „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ Gervigreind og tíska: Hafa nú þegar fengið 100 milljónir í styrki „Við eigum margar rómantískar stundir í vinnunni“ Langaði svakalega mikið í sleik við George Clooney Atvinnumissir: „Ég kunni nú ekki við að spyrja Jón beint“ Sjá meira
Ástin laðar að: Gott að vera kona á Íslandi, en ekki innflytjandi „Ég er bara alls ekki sammála því að allar konur af erlendu bergi brotnu þurfi að byrja á því að vinna á leikskóla. Því okkur er endalaust sagt að það sé svo gott fyrir okkur að læra íslenskuna þar,“ segir Randi Stebbins og bætir við: 29. apríl 2024 07:02
Tók fimm mánuði að byrja að tala íslensku „Þegar ég sótti um í Háskóla Íslands kom í ljós að ég þyrfti að læra íslensku áður en ég færi í hugbúnaðarverkfræðina, þannig að ég byrjaði á því að fara í íslenskunám þegar ég flutti til Íslands,“ segir Safa Jemai hugbúnaðarverkfræðingur og stofnandi Víkonnekt og Mabrúka. 18. apríl 2024 07:01
Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík „Og núna, fjórtán árum síðar, finn ég alltaf þessa þægilegu heimatilfinningu þegar að ég lendi í Keflavík,“ segir Nikhilesh Mohanty, verkfræðingur, MBA og ráðgjafi sem nýverið stofnaði sitt eigið ráðgjafafyrirtæki á Íslandi, Arctic Edge Consultants. 17. apríl 2024 07:01
Hjón í nýsköpun: „Það er reyndar hún sem er Þjóðverjinn en ég Íslendingurinn“ „Svona hávaxin og ljóshærð, ég sá hana á fyrsta degi enda fór hún ekki framhjá neinum,“ segir Alexander Schepsky og skellihlær. 2. apríl 2024 07:00
Eiga ekki bara að vera Íslendingar í betur launuðu störfunum „Við þurfum að reyna að breikka viðmiðin á öllum vinnustöðum því þannig sköpum við tækifæri til starfsþróunar fyrir allt starfsfólk. Í framlínustörfum eins og þjónustu eða ræstingum á ekki bara að vera fólk af erlendu bergi brotið, á meðan Íslendingarnir eru í betur launuðum störfum,“ segir Sóley Tómasdóttir kynja- og fjölbreytileikafræðingur hjá Just Consulting. 13. mars 2024 07:01