Veður

Hiti gæti náð fimm­tán stigum norð­austan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir að hiti verði víðast á bilinu sex til tólf stig í dag.
Gera má ráð fyrir að hiti verði víðast á bilinu sex til tólf stig í dag. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan gerir ráð fyrir suðaustlæg átt í dag, víða golu, og dálitlar skúrir sunnan- og vestantil.

Á vef Veðurstofunnar segir að hiti verði á bilinu sex til tólf stig. Á Norðausturlandi sé útlit fyrir þurru og björtu veðri og geti hiti náð að fimmtán stigum þegar best lætur.

„Á morgun er útlit fyrir fremur hæga breytilega átt og skúrir vestanlands, en súld eða þokumóða við norðausturströndina, annars þurrt að kalla. Þá kólnar aðeins í veðri fyrir austan, hiti 5 til 11 stig, hlýjast syðst,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Breytileg átt 3-10 m/s. Dálitlar skúrir á vesturhelmingi landsins, annars þurrt að kalla. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast syðst.

Á föstudag: Norðlæg átt 5-10 á norðanverðu landinu og rigning eða slydda með köflum. Vestlægari og skúrir sunnantil. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á laugardag: Norðan og norðaustan 5-10. Skýjað og lítilsháttar væta norðantil á landinu, hiti 0 til 5 stig. Bjart með köflum sunnan heiða, en skúrir síðdegis og hiti 5 til 10 stig yfir daginn.

Á sunnudag (hvítasunnudagur): Vaxandi austanátt og víða dálítil væta, 8-15 um kvöldið og fer að rigna sunnanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag (annar í hvítasunnu): Ákveðin austlæg átt og rigning. Hiti víða 4 til 10 stig.

Á þriðjudag: Suðaustlæg átt og rigning með köflum sunnan- og vestanlands, en þurrt að kalla norðaustantil. Hlýnar í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×