Körfubolti

Birna með slitið krossband og missir af úrslitaeinvíginu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birna Valgerður Benónýsdóttir verður frá keppni í lengri tíma.
Birna Valgerður Benónýsdóttir verður frá keppni í lengri tíma. Vísir/Vilhelm

Landsliðskonan Birna Valgerður Benónýsdóttir mun ekki geta tekið þátt í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta með Keflavík.

Birna varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné og tekur því engan þátt í úrslitaeinvíginu gegn Njarðvík sem hefst á morgun.

Það er Karfan.is sem greinir frá því að Birna hafi meiðst í oddaleik Keflavíkur og Stjörnunnar um laust sæti í úrslitaeinvíginu, en þar segir að forráðamaður félagsins hafi staðfest tíðindin við miðilinn.

Niðurstaða ómskoðunar hafi leitt í ljós rifu á liðþófa og slitið krossband og því er ljóst er að Birna verður frá keppni í lengri tíma. Slík meiðsli þýða yfirleitt sex til níu mánaða fjarveru og því má gera ráð fyrir að Birna verði frá keppni að minnsta kosti til loka þessa árs og jafnvel lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×