Ný menntamiðstöð opnuð
Mennta- og barnamálaráðherra, borgarstjóri og fleiri kynntu í dag starfsemi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem er ný stofnun sem tók til starfa hinn 1. apríl. Miðstöðinni er ætlað að semja nýtt námsmat sem komi í stað samræmdra könnunarprófa og sjá um nýjan nemendagrunn og aukna áherslu á skólaþjónustu og inngildandi menntun.