Uppskriftir

Uppskriftir

Uppskriftir að mat úr öllum áttum.

Fréttamynd

Súpa Alice Waters

Í tilefni af því að um þessar mundir eru staddir í Reykjavík margir eðalkokkar vil ég nota tækifærið og kynna kokk sem að mínum dómi er einn besti kokkur í heimi. Hún heitir Alice Waters og frá árinu 1977 hefur hún rekið veitingastaðinn Chez Panisse í Berkeley, Kaliforníu. Hér er örlítið sýnishorn af snilld hennar.

Matur
Fréttamynd

Marokkóskur lambaréttur

Þótt frjósi í æðum blóð hér á Fróni getum við alltaf horfið á vit þúsundar og einnar nætur. Angan og bragð þessa marokkóska lambaréttar seiða fram hita í beinin og sólskin í sinnið. Saffron, kanill, hunang og pistasíuhnetur, keimur af roðagullinni sól sem sest í túrkisblátt haf. Lengi.

Matur
Fréttamynd

Gaman að dúlla við góðan mat: Fiskisúpa Gurrýjar

"Með árunum hefur mér þótt matargerð æ skemmtilegri," segir Guðríður Helgadóttir líffræðingur sem er nýtekin við starfi deildarstjóra við hinn nýja Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri auk þess að vera staðarhaldari Garðyrkjuskólans á Reykjum.

Matur
Fréttamynd

Nýtískulegur þorramatur

Það verður seint sagt að þorramaturinn okkar sé fallegur á að líta, og það er ekki hver sem er sem getur gert hann fegurri og lystugri fyrir þá sem vilja smá lit í tilveruna og tilbreytingu. 

Matur
Fréttamynd

Rómantík í Þingholtunum: Frönsk súkkulaðikaka Ingibjargar

"Það er algjör snilld að geta kíkt á fallegar vörur á meðan maður bíður eftir teinu sínu. Ég kynntist þessu formi úti í Danmörku því ég fór oft á testofu þar. Ég drekk yfirleitt ekki te heima hjá mér en í Danmörku fór ég á kaffistofuna til að láta allt sem ég vildi eftir mér og var alls ekkert að spara.

Matur
Fréttamynd

Sikileyjarpasta

Hollusta matarmenningarinnar við Miðjarðarhaf er margrómuð. Þessi réttur er innblásinn af þeirri hefð. Hér er gott gert betra og ennþá hollara með því að notast við spelt spaghetti og rómverskt kál, sem gerir réttinn fyllri og fjölbreyttari. Magnifico!

Matur
Fréttamynd

Kókoskjúklingur með ananas

Þessi brakandi ferski, tælenskættaði, réttur er góður fyrir þá sem vilja losa salt og reyk jólafæðisins út úr kerfinu með vænu sparki. Tælensk matreiðsla er oft mjög einföld, það eina sem við þurfum að yfirstíga til þess að geta hrist rétti eins og þennan fram úr erminni er að verða okkur úti um nokkrar tegundir af kryddum

Matur
Fréttamynd

Smá hamingja fyrir fólk

"Ég var með skötuveislu hérna í heila viku fyrir jólin og bauð upp á saltfisk, skötu og Steingrím," segir Kjartan Halldórsson í Sægreifanum í verbúð númer 8 við Geirsgötu rétt aftan við Hamborgarabúllu Tómasar.

Matur
Fréttamynd

Kalkúnn með salvíu og blóðbergi

Kalkúnn er kannski engin villibráð en samt er hann mjög hátíðlegur matur. Það er bæði auðvelt og gaman að elda stóran fugl handa mörgu fólki og ef rétt er farið með hráefnið bregðast bragðgæðin ekki.

Matur
Fréttamynd

Lúsíubrauð

"Lúsíuhátíðin er afar falleg enda er lúsían tákn fyrir það góða í lífinu," segir hin sænska Kristina Anderson, stoðtækjasmiður þegar hún er spurð um Lúsíumessuna sem er þann 13. desember.

Matur
Fréttamynd

Súkkulaðisígarettur

Súkkulaðisígarettur eru tiltölulega hættulausar í hófi og á hátíðlegum stundum eins og á jólum!

Matur
Fréttamynd

Heimagert konfekt: Trufflur, möndlutoppar og fylltar döðlur

Í huga margra er konfektgerð ómissandi hluti jólaundirbúningsins. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að leggja jólabaksturinn á hilluna og hafa eintómt konfekt í baukum á jólaföstunni. Öðrum vex konfektgerðin í augum og leggja ekki í hana. 

Matur
Fréttamynd

Myntusteinseljusúpa og maríneruð og rúlluð lúða

Það er list að setja saman hátíðarmatseðil sem uppfyllir ströngustu hollustukröfur. Þá list kunna þau Þorbjörg Hafsteinsdóttir, næringarþerapisti og unnusti hennar, Umahro Cadogan, sem hefur sérhæft sig í matreiðslu hagnýtra og góðra heilsurétta.

Matur
Fréttamynd

Sósan góða og rjúpan

Þó að ekki megi veiða rjúpu eru þær fluttar inn fyrir þá sem ekki getað hugsað sér annan jólamat. Ingi Þór Jónsson, veitingamaður á Rauða Húsinu við Eyrarbakka, dró fram úr ermi sinni fyrir Fréttablaðið þennan forláta rjúpnarétt og segir uppskriftina fylgja gömlum og gildum hefðum.

Matur
Fréttamynd

Þegar hátíð gengur í garð

Til að fá góð ráð og hollar leiðbeiningar um hátíðamatinn snerum við okkur til Óla Páls Einarssonar, matreiðslumeistara á Hótel Loftleiðum, og eldaði hann fyrir okkur tvenns konar kjötrétti, annars vegar andabringu með ýmsu meðlæti og hins vegar hamborgarhrygg.

Matur
Fréttamynd

Sérrífrómas með muldum makkarónum

Sérrífrómas er algengur eftirréttur á jólaborðum landsmanna. Ekki kunna þó allir að búa hann til. Björn Bragi Bragason, matreiðslumaður í Perlunni, gerir hann á þann hátt sem hér er lýst svo nú getum við hin farið að spreyta okkur. 

Matur
Fréttamynd

Eftirrétturinn góði Ris a la mande

Ólafur Helgi Kristjánsson matreiðslumaður á Skólabrú brást vel við bón okkar um að laga þennan sívinsæla eftirrétt sem tilheyrir jólahaldinu á mörgum heimilum. Þessi er með auka tilbrigðum.

Matur
Fréttamynd

Toblerone-jólaís Margrétar

"Systir mín gaf mér þessa uppskrift fyrir mörgum árum og síðan hef ég ekki gert annan ís á jólunum. Þetta er mjög einföld uppskrift og hver sem er getur gert svona ís. Mikilvægast er að þeyta eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel,“

Matur
Fréttamynd

Aðeins öðruvísi kalkúnn

Kalkúnn með fyllingu í allri sinni dýrð á veisluborðinu er fjarri því að teljast hversdagsmatur og hentar því vel á hátíðarstundum eins og um jólin. Kjötið á fuglinum nægir fyrir marga og er hægt að elda það á marga vegu, þó svo algengast sé að kalkúnn sé eldaður í heilu lagi.

Matur
Fréttamynd

Gæsabringa með kirsuberjum

Nú síðustu ár hefur fólk gerst frakkara við að reyna nýjungar í eldamennsku á villibráð. Matgæðingar eru sammála um að bringurnar séu besti hlutinn af gæsinni og í stað þess að heilsteikja fugla eins og áður tíðkaðist er nú æ algengara að bringurnar séu það eina af fuglinum sem nýtt er.

Matur