Séra Aldís Rut ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakall Séra Aldís Rut Gísladóttir, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur verið ráðin prestur við Grafarvogskirkjuprestakalls. Prestakallið þarnast nýs prests frá og með 1. júlí, þegar séra Guðrún Karls Helgudóttir verður vígð til embættis biskups Íslands. Innlent 29. júní 2024 14:43
Svekkjandi uppgjör og aðstoðarforstjórinn látinn róa Ölgerðin tilkynnti í gær að staða aðstoðarforstjóra hafi verið lögð niður og Gunnari B. Sigurgeirssyni, sem gegnt hefur þeirri stöðu, hafi verið sagt upp störfum. Daginn áður birti félagið ársfjórðungsuppgjör og lækkaði afkomuspá. Viðskipti innlent 29. júní 2024 07:55
Rannveig hættir í Seðlabankanum Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, hefur óskað eftir því við forsætisráðherra að láta af störfum í lok ársins þegar fimm ára skipunartíma hennar lýkur. Viðskipti innlent 28. júní 2024 16:12
Unnur Anna nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í faraldsfræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur verið ráðin nýr forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún tekur við starfinu af Unni Þorsteinsdóttur. Innlent 28. júní 2024 10:26
Ýmir Örn fer frá N1 Ýmir Örn Finnbogason lætur af störfum sem framkvæmdastjóri N1 í dag. Hann mun jafnframt stíga úr framkvæmdastjórn Festis. Viðskipti innlent 27. júní 2024 20:32
Oddur tekur við stjórnartaumunum hjá Eldum rétt Oddur Örnólfsson mun taka við stöðu framkvæmdastjóra Eldum rétt frá og með 1.júlí næstkomandi. Oddur, sem hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2015, tekur við keflinu af Val Hermannssyni en Valur er einn af stofnendum Eldum rétt. Viðskipti 26. júní 2024 14:26
Unnur vaktar fjármálin í Danmörku Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits hjá Seðlabanka Íslands, er komin í stjórn danska fjármálaeftirlitsins. Viðskipti innlent 24. júní 2024 15:16
Jón nýr forstjóri Veritas Jón Björnsson hefur verið ráðinn forstjóri Veritas. Hann hefur víðtæka reynslu af fyrirtækjarekstri og umbreytingarverkefnum bæði á Íslandi og í Skandinavíu. Jón gegndi síðast starfi forstjóra Origo hf. en hefur áður gegnt forstjórastarfi bæði hjá Festi og Krónunni, Orf Líftækni, Magasin du Nord og Högum. Viðskipti innlent 21. júní 2024 10:51
RÚV fær liðsstyrk frá Heimildinni Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni og áður Stundinni hefur ráðið sig til Ríkisútvarpsins þar sem hann mun meðal annars starfa við útvarpsþáttinn Þetta helst. Innlent 21. júní 2024 09:53
María Björk tekur við af Orra Orri Hauksson, forstjóri Símans, mun láta af störfum í lok sumars eftir langt starf hjá félaginu. Við starfinu tekur María Björk Einarsdóttir, sem nú starfar sem fjármálastjóri Eimskips. Viðskipti innlent 21. júní 2024 09:37
Steinunn Kristín ný í stjórn Varðar Steinunn Kristín Þórðardóttir hefur tekið sæti í stjórn Varðar trygginga. Viðskipti innlent 20. júní 2024 08:57
Saga ráðin aðalhagfræðingur Saga Guðmundsdóttir hefur verið ráðin aðalhagfræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún hefur starfað sem hagfræðingur undanfarin 10 ár og í störfum sínum sinnt greiningum á stöðu og horfum í efnahags- og fjármálum. Innlent 20. júní 2024 08:49
Stýrir rekstrarsviði Skeljungs Ingunn Þóra Jóhannesdóttir hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstarsviðs hjá Skeljungi. Rekstrarsvið Skeljungs sér um dreifingu eldsneytis, öryggismál, gæðamál, afgreiðslustaði Skeljungs og flugvelli innanlands. Viðskipti innlent 18. júní 2024 12:27
Hreint hjá Vallý Vallý Helgadóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri þjónustusviðs hjá ræstingafyrirtækinu Hreint. Hlutverk hennar verður að halda utan um rekstur og þróun sviðsins, móta og efla þjónustu Hreint til viðskiptavina og styðja við starfsfólk sem sinnir þjónustunni. Viðskipti innlent 18. júní 2024 10:45
„Árstíðarsveifla“ ástæða 57 uppsagna Fimmtíu og sjö flugmönnum var sagt upp störfum hjá flugfélaginu Icelandair á föstudag. Forstjórinn segir ástæðuna árstíðarsveiflu en hann segir auk þess minni eftirspurn eftir Íslandi sem hafi áhrif á reksturinn. Viðskipti innlent 17. júní 2024 21:47
Icelandair segir upp 57 flugmönnum Flugfélagið Icelandair hefur sagt upp 57 flugmönnum félagsins. Tilkynnt var um fyrirhugaðar uppsagnir á föstudaginn en forstöðumaður samskipta hjá félaginu segir að gert sé ráð fyrir að hægt verði að bjóða flugmönnunum störf næsta vor. Viðskipti innlent 16. júní 2024 12:21
Guðni snýr aftur í sagnfræðina Guðni Th. Jóhannesson fráfarandi forseti Íslands mun snúa aftur til starfa við Háskóla Íslands í haust. Þetta kom fram í ræðu Jóns Atla, rektors HÍ, í brautskráningarathöfn skólans í dag. Innlent 15. júní 2024 11:14
Gerður Björt nýr framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise Gerður Björt Pálmarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri rekstrarþjónustu Wise. Um er að ræða nýtt svið sem varð til eftir kaup Wise á öllu hlutafé Þekkingar. Viðskipti innlent 13. júní 2024 14:46
Kristján Andrésson gengur til liðs við Arion banka Kristján Andrésson hefur tekið við starfi forstöðumanns rekstrar- og sjálfbærniáhættu hjá Arion banka. Viðskipti innlent 13. júní 2024 11:28
Running Tide segir upp öllu starfsfólki á Íslandi Fyrirtækið Running Tide sagði síðasta föstudag öllu sínu starfsfólki á Íslandi upp. Kristinn Árni L. Hróbjartsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði frá þessu á Linkedin síðu sinni í dag. Hann segir síðasta föstudag einn þann erfiðasta dag sem hann hefur upplifað. Hann segir fyrirtækið ekki gjaldþrota og að allir starfsmenn muni fá laun greidd út uppsagnarfrest og allir birgjar fái greitt. Viðskipti innlent 12. júní 2024 21:24
Kári Stefánsson formaður í nýjum starfshóp Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að gera tillögur um hvernig staðið skuli að einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er formaður hópsins. Innlent 11. júní 2024 15:33
Sigurður Tómasson til liðs við Origo Origo hefur ráðið Sigurð Tómasson í stöðu framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar (e. Chief Growth Officer), sem er ný staða innan félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu. Sigurður tekur til starfa að loknu sumri. Viðskipti innlent 11. júní 2024 12:52
Hrefna og Unnur til Novum Hrefna Þórsdóttir og Unnur Edda Sveinsdóttir hafa gengið til liðs við Novum lögfræðiþjónustu. Alls starfa nú sjö lögmenn undir merkjum Novum. Þetta kemur fram í tilkynningu. Viðskipti innlent 11. júní 2024 10:34
Kjartan Bjarni skipaður landsréttardómari Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að leggja til við forseta Íslands að Kjartan Bjarni Björgvinsson verði skipaður dómari við Landsrétt frá 1. september 2024. Innlent 7. júní 2024 14:05
Ása Laufey skipuð prestur í Háteigskirkju Séra Ása Laufey Sæmundsdóttir, prestur innflytjenda, hefur verið skipuð prestur í Háteigskirkju. Innlent 7. júní 2024 11:40
Ingibjörg Ösp yfir nýrri rekstrarráðgjöf Expectus Expectus ráðgjöf er nýtt félag í rekstrar- og stjórnunarráðgjöf í eigu Expectus og Ingibjargar Aspar Stefánsdóttur, sem hefur jafnframt verið ráðin framkvæmdastjóri félagsins. Viðskipti innlent 6. júní 2024 14:28
Þrír nýir stjórnendur hjá Festi Festi hefur ráðið þrjá nýja forstöðumenn á fjármála- og rekstrarsvið félagsins. Andri Kristinsson tók við starfi forstöðumanns innheimtu- og fjárstýringar, Gísli Heiðar Bjarnason tók við starfi forstöðumanns viðskiptagreindar og greininga, og Sandra Björk Björnsdóttir tók við starfi forstöðumanns reikningshalds og launavinnslu. Viðskipti innlent 6. júní 2024 13:06
Fjórir sérfræðingar til liðs við Helix Ingi Rúnar Kristinsson, Almar Daði Björnsson, Kristinn Skæringur Sigurjónsson og Henný Björk Birgirsdóttir hafa verið ráðin til starfa hjá íslenska heilbrigðistæknifyrirtækinu Helix. Viðskipti innlent 6. júní 2024 11:03
Daði stýrir markaðssamskiptum Íslandsstofu Daði Guðjónsson hefur tekið við starfi forstöðumanns markaðssamskiptasviðs Íslandsstofu. Á sama tíma hverfur Sveinn Birkir Björnsson, sem stýrt hefur sviðinu undanfarin ár, til annarra starfa hjá Íslandsstofu en hann er að flytja búferlum erlendis. Viðskipti innlent 6. júní 2024 10:42
Vilhjálmur Hilmarsson nýr hagfræðingur Visku Vilhjálmur Hilmarsson hefur verið ráðinn hagfræðingur Visku – stéttarfélags. Um er að ræða nýtt stöðugildi en verkefni Vilhjálms verða meðal annars að sinna greiningum á sviði efnahags- og vinnumarkaðsmála, skrifa umsagnir um lagafrumvörp og leiða kjaraviðræður ásamt lögmanni og formanni Visku. Viðskipti innlent 6. júní 2024 08:07