Sýn

Fréttamynd

Breytt skipu­rit og nýir stjórn­endur hjá Sýn

Nýtt skipurit Sýnar tekur við á morgun og taka tveir nýir stjórnendur sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Guðmundur H. Björnsson mun leiða nýtt svið upplifunar viðskiptavina og Gunnar Sigurjónsson mun taka við sviði upplýsingatækni af Gunnari Guðjónssyni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úr Idolinu yfir í út­varpið

Tónlistarkonan Jóna Margrét Guðmundsdóttir hefur gengið til liðs við FM957. Þar mun hún stýra þætti alla virka daga frá tíu til tvö í beinni. Jóna segir langþráðan draum vera að rætast en hún hefur störf í næstu viku.

Lífið
Fréttamynd

Rekstrar­hagnaður Sýnar nam 169 milljónum

Rekstrarhagnaður Sýnar hf. nam 169 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, samanborið við 1.002 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta á tímabilinu nam 339 milljónum samanborið við 483 milljón króna hagnað í fyrra. Árangurinn er í fullu samræmi við útgefna afkomuspá, að því er kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sesselía yfir­gefur Voda­fone

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Vodafone fjarskipta, hefur óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Hún hefur gegnt starfinu frá því í apríl 2022 og sat áður í stjórn móðurfélagsins Sýnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu þar sem segir að Sesselía muni starfa áfram með Vodafone þar til eftirmaður verður ráðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reynir festi kaup á 210 milljón króna þak­í­búð

Reynir Finndal Grétarsson, fjárfestir, stór hluthafi í Sýn og einn stofnenda Credit Info, festi kaup á 190 fermetra íbúð í nýju sjö hæða fjölbýlishúsi við Borgartún í Reykjavík. Hann greiddi 210 milljónir fyrir eignina.

Lífið
Fréttamynd

Veislan tekin af dag­skrá FM957

Útvarpsþátturinn Veislan á FM957 sem Ágúst Beinteinn og Patrik Atlason, betur þekktir sem Gústi B og Prettyboitjokko, hafa haldið úti heyrir sögunni til. Þetta staðfestir forstöðumaður útvarpsmiðla Sýnar. Þátturinn hefur verið á dagskrá stöðvarinnar í á þriðja ár.

Innlent
Fréttamynd

Gefa út afkomuspá eftir allt saman

Stjórn Sýnar hefur ákveðið að gefa út afkomuspá fyrir árið 2024 en ákveðið var samhliða útgáfu ársreiknings félagsins í febrúar að gera það ekki. Það var meðal vegna óvissu um framtíðareignarhald vefmiðla og útvarpsstöðva, sem nú hefur verið eytt. Spáin gerir ráð fyrir rekstrarhagnaði upp á um einn milljarð króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endur­tekið efni á Stöð 2 vegna rafmagnsbrunans

Enn er unnið að viðgerð vegna rafmagnsbruna sem kom upp í tækjarými Sýnar í nótt. Vegna þess er sjónvarpsdagskrá Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport með óhefðbundnum hætti sem lýsir sér þannig að viðskiptavinir sjá endurtekið efni. 

Innlent
Fréttamynd

„Country tón­list er ekki lengur bara sak­bitin sæla“

„Við erum ótrúlega spennt að færa íslenskum hlustendum þessa nýju útvarpsstöð. Aukning á vinsældum country tónlistar bæði hér á landi um allan heim hefur verið eftirtektarverð og við teljum að Country Bylgjan muni mæta síaukinni eftirspurn hlustenda,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn um splunkunýja útvarpsstöð sem fer í loftið á morgun og spilar eingöngu country tónlist.

Tónlist
Fréttamynd

Hvers vegna kaupir Sýn ekki eigin bréf?

Stjórn Sýnar fékk heimild hluthafafundar til kaupa á allt að tíu prósent eigin bréfa í apríl síðastliðnum. „Ég tel að stjórnendur hljóti að vera sammála hluthöfum í því að virði undirliggjandi eigna endurspegli ekki markaðsvirði fyrirtækisins,“ segir einn af hluthöfum félagsins í aðsendri grein.

Umræðan
Fréttamynd

Sex fram­bjóð­endur senda kröfubréf til Stöðvar 2

Sex forsetaframbjóðendur hafa sent forsvarsmönnum Sýnar bréf þar sem þeir krefjast þess að fá að vera með í kappræðum vegna forsetakosninga 2024. Fréttastjóri segir kappræðurnar hugsaðar út frá þjónustu við kjósendur, fólkið í landinu.

Innlent
Fréttamynd

„Það var al­gjört kossaflens í gangi í Breið­holtinu“

„Ég er með rosalegan bucket-lista sem er skipt í flokka. Staðir, veitingastaðir, fjöll sem mig langar að ganga á og margt fleira,“ segir Þórdís Valsdóttir, lögfræðingur og forstöðumaður hljóðmiðla hjá Sýn. Þórdís er mikil útivistarkona og segist ætla að haka eitt atriði af bucket-listanum í sumar og ganga Laugaveginn. 

Lífið
Fréttamynd

Rekstrar­af­koma Sýnar ekki á­sættan­leg

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir rekstrarafkomu félagsins ekki ásættanlega. Hins vegar sé gert ráð fyrir umtalsverðum rekstrarbata á síðari hluta ársins og á því næsta, eftir því sem skipulagsbreytingar nái fram að ganga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Farsímatekjur undir væntingum

Reiknað er með því að EBIT afkoma Sýnar á fyrsta ársfjórðungi verði umtalsvert minni en samanborið við sama tímabil í fyrra eða sem nemur rúmum 308 milljónum króna. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun til Kauphallar. Áætluð EBIT afkoma verður um 120 milljónir króna en var 428 á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stöð 2+ lækkar verð

Frá og með 1. maí næstkomandi mun streymisveitan Stöð 2+ vera aðgengileg viðskiptavinum á lægra verði.

Neytendur
Fréttamynd

Kvöld­fréttir Stöðvar 2 í opinni dag­skrá á ný

Frá og með mánudeginum 15. apríl munu allir landsmenn hafa greiðan aðgang að kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá, alla daga ársins klukkan 18:30. Opinn fréttagluggi mun ná yfir fréttir, sportpakkann og Ísland í dag.

Innlent