Fréttir

Þegar NATO reisti olíubryggju í Hvalfirði

Sumarið 1966 hófust miklar framkvæmdir við Miðsand í Hvalfirði þegar vinna hófst við olíubryggjuna svokölluðu. Á þessum tíma voru krepputímar á Íslandi enda hafði dregið úr síldarafla árið áður og efnahagslífið var dapurt. Framkvæmdirnar í Hvalfirði sköpuðu fjölda manns atvinnu og á tímabili voru allt að 180 menn við störf. Því er óhætt að segja að framkvæmdirnar hafi verið merkur áfangi í atvinnusögu Íslendinga.

Innlent

Ís­lendingar að renna út á tíma í málum aldraðra

Fimm hundruð eru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og byggja þarf ígildi níu hjúkrunarheimila bara í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun í elstu hópum. Forstjóri Sóltún segir að þjóðin sé að renna út á tíma í málum aldraðra.

Fréttir

Líður eins og hún hafi verið notuð af Há­skóla Ís­lands

Lára Þorsteinsdóttir, 24 ára kona með einhverfu, segir Háskóla Íslands neita sér um einingar fyrir námskeið sem hún tók og náði. Lára komst inn í háskólann í fyrra en finnst hún hafa verið notuð til að háskólinn gæti skreytt sig fjöðrum fjölbreytileikans.

Innlent

Mikil­vægt að finna fyrir stuðningi þögla meiri­hlutans

Hinsegin fólk og aðstandendur þeirra komu saman á samstöðufundi í kvöld vegna harðrar umræðu sem hefur átt sér stað að undanförnu. Varaformaður Samtakanna '78 segir fundinn hafa verið gríðarlega mikilvægan og það sé gott að finna fyrir stuðningi hins þögla meirihluta.

Innlent

Heimila þungunarrof 11 ára stúlku sem var nauðgað

Ellefu ára stúlku í Perú hefur verið heimilað að undirgangast þungunarrof, en stjúpfaðir hennar hafði um langt skeið beitt hana kynferðislegu ofbeldi. Kaþólska kirkjan beitti sér gegn því að stúlkan fengi þungunarrof.

Erlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Systir íslensks manns sem hefur ekki skilað sér heim frá Dóminíska lýðveldinu, tæpri viku eftir að hann átti að koma aftur heim, segir fjölskylduna vera miður sín, en haldi í vonina. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent

Staða sem í­búar Suður­nesja­bæjar geti ekki sætt sig við

Formaður bæjarráðs Suðurnesjabæjar segir íbúa ekki geta beðið lengur eftir heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Um tíu kílómetra fjarlægð er í næstu heilsugæslu og að erfitt geti verið að komast þangað um hávetur. Einnig er kallað eftir aukinni þjónustu við aldraða. 

Innlent

Myrti hvít­voðung sinn

Kona á þrí­tugs­aldri verður sótt til saka fyrir að hafa myrt ný­fætt barn sitt stuttu eftir að hafa fætt það í gær­morgun í bænum Næst­ved á Sjá­landi í Dan­mörku.

Erlent

Fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins til sýnis um helgina

Um hundrað og þrjátíu jeppar af öllum stærðum og gerðum eru til sýnis um helgina í Fífunni í Kópavogi í tilefni af 40 ára afmæli ferðaklúbbsins 4x4. Fyrsti breytti rafmagnsjeppi landsins er meðal annars á sýningunni og nokkrir gamlir Willis jeppar svo ekki sé minnst á nýbreyttan sex hjóla Ford trukk, sem er að fara á Suðurpólinn

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Formaður Skólafélags MA segist óttast að tæplega fimm þúsund undirskriftir, sem safnað var til að mótmæla fyrirhugaðri sameiningu skólans við VMA, endi í ruslinu eftir að hafa verið afhentar ráðherra í dag. Rætt verður við formanninn í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Innlent

Ör­lög pólsku stjórnarinnar í höndum fjar­hægri­flokks

Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn.

Erlent

„Ég væri dauð ef ég væri ekki já­kvæð“

Hópur fólks hefst nú við í hjólhýsum í niðurníddu iðnaðarhverfi á Sævarhöfða eftir að þeim var gert að yfirgefa tjaldsvæðið í Laugardal í sumar. Þau gagnrýna skort á svörum frá borginni harðlega og kalla enn og aftur eftir varanlegri staðsetningu.

Innlent