Innlent

Jón nánast örugglega á förum úr ráðherraliðinu

Boðað hefur verið til ríkisráðsfundar á mánudaginn næsta og ekki er gert ráð fyrir öðru en að þá verði gengið frá breytingum á ráðherraliði í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur: Að Jón Gunnarsson hverfi úr ríkisstjórn og Guðrún Hafsteinsdóttir komi inn.

Innlent

Ung­menni viti oft ekki hvað megi ekki segja

Taka þarf hart á auknu ofbeldi meðal ungmenna að sögn skrifstofustjóra frístundamála hjá Reykjavíkurborg. Hún segir það vanta að börn læri hvað megi segja og hvað megi ekki segja í samskiptum við annað fólk. 

Innlent

Enn og aftur ráðist á opinbera vefi

Netárásir voru gerðar í morgun á nokkra stjórnsýsluvefi, þar á meðal vef Alþingis, Stjórnarráðsins og Hæstaréttar. For­stjóri netör­ygg­is­sveit­ar­inn­ar CERT-IS segir sama hóp að baki árásunum og stóð að netárásum á meðan leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í maí. 

Innlent

Staðar­ráðnum starfs­mönnum og leigunni sagt upp

Fimm staðarráðnum starfsmönnum íslenska sendiráðsins í Moskvu verður sagt upp í samræmi við gildandi ráðningarsamninga. Þá er gert ráð að leigusamningum fyrir húsnæði sendiráðsins og sendiherrabústað verði sagt upp.

Innlent

Fjórir hand­teknir í tengslum við líkams­á­rás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu.

Innlent

Neitað um gistingu og geta hvergi farið

Formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir önnur sveitarfélög verða að opna úrræði fyrir heimilislausa en ekki banna fólki að nýta sér neyðarskýli borgarinnar. Vísa þarf fólki frá vilji sveitarfélög ekki greiða fyrir gistingu. 

Innlent

Brúð­hjón og fyrir­tæki flykkjast til út­landa

Brúðarkjólameistari finnur fyrir því að fleiri en áður kjósi að halda brúðkaup erlendis og segir það geta verið ódýrara en að halda veisluna hér á landi. Þá virðist lítið hafa dregið úr árshátíðarferðum fyrirtækja til útlanda þrátt fyrir verðbólgu. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Annar tveggja sakborninga í hryðjuverkamálinu svokallaða mældi bil á milli götulokana í Gleðigöngunni til þess að kanna hvort hægt væri að aka stóru ökutæki þar í gegn. Samkvæmt nýrri ákæru ræddu þeir um að fljúga dróna fylltum sprengiefni inn á Alþingi. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við verjanda annars þeirra í beinni útsendingu.

Innlent

Þriggja ára dómur fyrir hrottalega árás í Jafnaseli

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir utan bar í Breiðholtinu í Reykjavík. Brotaþoli í málinu, karlmaður á fimmtugsaldri, hlaut varanlegan heilaskaða vegna árásarinnar.

Innlent

Ræðukóngurinn ekki þekktur fyrir málgleði utan þingsalarins

Ræðukóngur liðins þingvetrar segir það ekki vera sérstakt markmið að tala sem mest í ræðupúlti Alþingis. Það hafi einfaldlega verið svo oft sem tilefni hafi verið til þess að taka til máls. Aðeins eitt þingmannamál stjórnarandstöðunnar var samþykkt á þessu 153. löggjafarþingi.

Innlent

Flutt inn í smá­hýsin í Laugar­dal á næstu dögum

Búið er að úthluta fimm smáhýsum í Laugardal til heimilislausra í Reykjavík. Borgin hefur verið gagnrýnd fyrir þann langa tíma sem húsin stóðu auð en formaður velferðarráðs segir það hafa tekið eðlilegan tíma að úthluta hýsunum.  

Innlent