Erlent

Íranski for­setinn í ó­ljósu þyrluslysi

Jón Þór Stefánsson skrifar
Ebrahim Raisi forseti Írans.
Ebrahim Raisi forseti Írans. Getty

Þyrla íranska forsetans Ebrahim Raisi lenti harkalega í dag. Þetta kemur fram í írönskum ríkismiðlum án þess að frekari upplýsingar séu gefnar upp.

AP greinir frá þessu, en í frétt miðilsins kemur fram að Raisi hafi verið í þyrlunni við landamæri Írans við Azerbaijan og Armeníu, nálægt borginni Jolfa, sem er um 600 kílómetrum frá höfuðborginni Tehran.

BBC segir hins vegar að ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort Raisi hafi verið um borð.

Reuters segir aftur á móti að íranskir fjölmiðlar gefi frá sér misvísandi eða mótsagnakenndar upplýsingar.

Ásamt Raisi var íranski utanríkisráðherran Hossein Amirabdollahian, ásamt öðrum háttsettum embættismönnum.

AP hefur eftir einum írönskum embættismanni að um hrap eða brotlendingu sé að ræða.

Engar upplýsingar hafa verið gefnar upp um ástand Raisi.

Viðbragðsaðilar eru sagðir eiga í erfiðleikum með að koma sér á vettvang sökum vonds veðurs.

Al Jazeera er með beina útsendingu þar sem verið er að kanna málið:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×