Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ingu Tinnu hjá Dineout gjör­sam­lega of­boðið

Forstjóra Dineout er gjörsamlega ofboðið vegna fullyrðinga samkeppnisaðilans Noona ehf. þess efnis að Dinout blóðmjólki veitingastaði með markaðstorgi sínu. Það sé fjarri lagi og þá taki Dinout engin bókunargjöld af veitingastoðum sem noti bókunarviðmót Dinout. Þá sé ekki hægt að bera saman Booking.com og Dineout.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eignast Securitas að fullu

Framtakssjóðurinn Edda og Vari eignarhaldsfélag hafa undirritað kaupsamning um kaup Vara á 40 prósenta hlut í Securitas. Eftir að viðskiptin eru frágengin mun Vari eiga Securitas að fullu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Guð­mundur til­nefndur til Evrópsku ný­sköpunar­verð­launanna 2024

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, hefur verið tilnefndur til Evrópsku nýsköpunarverðlaunin 2024 (European Inventor Award) í flokki stærri fyrirtækja. Hann keppir þar á móti teymum frá Svíþjóð annars vegar og Þýskalandi og Ítalíu hins vegar, en tilkynnt verður um vinningshafa á verðlaunahátíð á Möltu 9. júlí.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Base parking gjald­þrota

Bílastæðaþjónustan Base Parking á Keflavíkurflugvelli var úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku. Vefsíðu hennar hefur verið lokað, rúmum tveimur vikum eftir að nafni félagsins var breytt í Siglt í strand ehf. Fyrirtækið hefur ítrekað ratað í fréttir vegna óánægju viðskiptavina með þjónustuna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Magnús eignast Latabæ á nýjan leik

Magnús Scheving hefur í gegnum fjárfestingarfélagið, LZT Holding ehf., náð samkomulagi við Warner Bros, Discovery, um kaup á öllum eignum LazyTown, eða Latabæ. Undir kaupin falla allir sjónvarpsþættir, vörumerki og hugverkaréttindi LazyTown, um heim allan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðin fram­kvæmda­stjóri Rue de Net

Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Rue de Net og tekur hún við starfinu af Alfred B. Þórðarsyni sem mun taka við nýju hlutverki sem tæknistjóri Rue de Net og leiða nýsköpun og vöruþróun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgar­nesi

Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjó­kokk­inn fyr­ir um 30 árum og starfaði sem kokk­ur á frysti­tog­ur­um árum sam­an. Þess á milli vann hann á veit­inga­stöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eig­endur TGI Fridays kaupa Grillhúsið

Helgi Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgir Skúlason hafa fest kaup á Grillhúsinu sem rekur veitingastaði á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík. Þá hefur hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar keypt Grillhúsið í Borgarnesi.

Viðskipti innlent