Skoðun: Forsetakosningar 2024

Fréttamynd

Tveir val­kostir

Íslendingar voru fyrsta þjóð heims til að velja sér konu fyrir forseta í lýðræðislegri kosningu þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands og sinnti því hlutverki farsællega í sextán ár. Nú eru liðin tuttuguogátta ár frá því að Vigdís lét af embætti.

Skoðun
Fréttamynd

For­setinn sem sam­einar

Við Íslendingar búum svo vel að margir hæfir einstaklingar hafa gefið kost á sér til embættis forseta Íslands í kosningunum sem fram fara þann 1. júní næstkomandi.

Skoðun
Fréttamynd

Skauta­drottningin Katrín Jakobs­dóttir

Það er algeng skoðun (sem ég deili ekki, enda er hún fáránleg tálsýn) að forseti Íslands eigi að vera „sameiningartákn þjóðarinnar“, þjóðar sem er klofin í tvennt á ýmsan hátt, þar sem sorglegasti klofningurinn, og skammarlegasti fyrir jafn ríkt samfélag og Ísland, er munurinn milli þeirra sem minnstar tekjur hafa og flestra hinna.

Skoðun
Fréttamynd

Hulda eða Stoltenberg?

Í umræðuþætti sex frambjóðenda í forsetakosningunum á Stöð 2 kom til umræðu hvort Ísland gæti tekið afstöðu sem hlutlaust ríki verandi í NATÓ. Þetta var rætt í kjölfar þess að vopnasendingar og kaup íslenska ríkisins á hergögnum til Úkraínu höfðu komið til tals í þættinum.

Skoðun
Fréttamynd

Katrín á Bessa­staði

Þegar Guðni forseti Íslands lýsti því yfir að hann sæktist ekki eftir endurkjöri fór fólk að svipast um eftir góðum forseta. Margir festu augun á Katrínu Jakobsdóttur til verksins. Ekki kom þar síst til yfirgripsmikil þekking hennar á stjórnkerfinu eftir sjö ár sem forsætisráðherra, dugnaður hennar og hæfileikar til þess að laða fólk til samstarfs.

Skoðun
Fréttamynd

Að velja sér for­seta

Þjóðin er að velja forseta. Það er ólíkt því að velja stjórnmálamenn. Forseti svarar sjaldnast flóknum spurningum með já-i eða nei-i, ýtir hvorki á rauðan takka né grænan á Alþingi eða réttir í flýti upp hönd á fundum.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­einingar­tákn á tímum sundrungar

Senn kýs íslenska þjóðin sér forseta og geysi margir gera upp hug sinn á síðustu stundu. Hiti er í þessum kosningum enda vill þjóðin sameiningartákn sem stendur vörð um hagsmuni þjóðar, hvar í sveit sem þeir eru settir. Stendur vörð um þjóðarverðmætin: náttúruauðlindir, sjálfstæði, friðsemd, mál og menningu. Ekki síst forseta sem er forseti allra þjóðfélagshópa.

Skoðun
Fréttamynd

Farar­heill til Bessa­staða

Þegar horft er yfir feril Katrínar Jakobsdóttur og ríkisstjórna sem hún hefur leitt undanfarin ár blasir við einstök afrekaskrá þegar kemur að stuðningi við hinsegin fólk. Miðað við þá flokka sem hún hefur unnið með, sögu þeirra og ýmissa fylgjenda þeirra, þá var það ekki sjálfgefið að svo margar og mikilvægar réttarbætur til hagsbóta fyrir hinsegin fólk litu dagsins ljós eins og raun ber vitni.

Skoðun
Fréttamynd

Í hjarta sínu græn, en varla í reynd

Þeir, sem þekkja til Katrínar Jakobsdóttur, vita, að hún er góðum gáfum gædd, væn kona, mest góðhjarta og velviljuð, gagnvart mönnum og málleysingjum, með fjölbreytilega hæfileika, vel þjálfuð í framkomu, sjarmerandi og í hjarta sínu græn.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Hrund - ein af okkur

Fyrir nokkrum árum var ég svo heppinn að kynnast Höllu Hrund Logadóttur. Við tilheyrðum þá bæði litlum hópi aðfluttra Íslendinga í Boston í Bandaríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Að sam­eina frekar en sundra

Það hefur verið auðvelt að hrífast af Katrínu Jakobsdóttur í öllum þeim hlutverkum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Hún kom fram á sjónasviðið með nýja nálgun í opinberu samtali; hófstillt, tilgerðarlaus, einlæg og mátulega alvörugefin.

Skoðun
Fréttamynd

Hvaða eigin­leika þarf for­seti að hafa?

Ég sleit mínum barnsskóm á prestsheimili í norðlenskri sveit. Foreldrar mínir þjónuðu þar kirkju og kristni í marga áratugi. Gestagangur einkenndi æsku mína og sú afstaða foreldra minna að fara sem minnst af bæ og vera alltaf með eitthvað tiltækt í frystinum til að bjóða gestum sem gætu fyrirvaralaust staðið á hlaðinu heima.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar ég heyri nafnið Katrín Jakobs­dóttir

Nýlega hef ég heyrt nafnið Katrín Jakobsdóttir oftar en ég kæri mig um. Það er svo sem eðlilegt, hún er jú í forsetaframboði. Það sem mér þykir ekki eðlilegt er að oftast þegar ég heyri þetta nafn er í stuðningsyfirlýsingum.

Skoðun
Fréttamynd

Góð gildi og stað­festa Höllu Hrundar

Þegar sú hugmynd kom upp að skora á Höllu Hrund Logadóttur í forsetaframboð, var mín fyrsta hugsun hvílík gjöf það yrði til okkar Íslendinga gæfi hún kost á sér. Halla Hrund hefur alla þá kosti sem prýtt getur góðan forseta.

Skoðun
Fréttamynd

Halla Hrund eða Katrín?

Það er orðið nokkuð ljóst að þær eru tvær sem koma til með að berjast um embætti forseta Íslands. Því miður er Steinunn Ólína úr leiknum og ég held að bæði Baldur og Halla Tómasdóttir hafi ekki heldur mikla möguleika á að ná miklu meira fylgi.

Skoðun
Fréttamynd

Er klassískt frjáls­lyndi orðið að jaðarskoðun?

Áhugavert hefur verið að fylgjast með ágætum mönnum bjóða sig fram til forseta. Hvernig ætti maður sjálfur að ráðstafa atkvæði sínu? Skiptir forsetinn einhverju máli? Sumir hafa jafnvel sagt að leggja ætti embættið niður. Ekki finnst mér sú hugmynd til marks um mikla sjálfsvirðingu.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti Ís­lands veifaði mér

Nú þegar styttist í kosningar til forseta Íslands eru frambjóðendur að sannfæra kjósendur um þeirra eigið ágæti og hví þeir ættu að verða kosnir. Þvílík keyrsla. Ég fyllist aðdáunar á úthaldi hvers og eins, gott fólk upp til hópa og frambærilegt. 

Skoðun
Fréttamynd

Ég kýs Helgu Þórisdóttur

Það eru kosningar framundan og margir eru um hituna. Margir eru þekktir en aðrir minna þekktir, þar á meðal Helga Þórisdóttir. Hún þurfti að hefja kosningabaráttuna með því að kynna sig fyrir landi og þjóð og fyrir hvað hennar framboð stendur.

Skoðun
Fréttamynd

For­maður hús­fé­lagsins

Það að kjósa sér forseta er ekki eins og að kjósa í Júróvisjon, þar sem við látum stundum stjórnast af nýjungagirni og vonum svo það besta um að sigurvegarinn spjari sig.

Skoðun
Fréttamynd

Ef þú kýst Höllu Tómas­dóttur eða Jón Gnarr gætirðu verið að kjósa Katrínu!

Skoðanakannanir gefa til kynna, að aðeins Halla Hrund Logadóttir eða Katrín Jakobsdóttir hafi raunverulega möguleika á að ná kjöri. Þær eru einu frambjóðendurnir, sem eru með 25% vegið fylgi, eða meira. Það er liðið verulega á kosningabaráttuna, og er líklegt, að þeir, sem liggja nú í 20% fylgi, eða undir því, eigi ekki raunverulegan sjéns lengur.

Skoðun
Fréttamynd

Mesti stjórn­mála­maðurinn?

Mikil áherzla hefur verið lögð á það af hálfu Höllu Hrundar Logadóttur að ekki sé rétt að kjósa fyrrverandi stjórnmálamann sem forseta. Þeim orðum hefur ljóslega fyrst og fremst verið beint að Katrínu Jakobsdóttur þó fleiri frambjóðendur hafi einnig tekið þátt í stjórnmálum. 

Skoðun
Fréttamynd

Birni Bjarna­syni svarað

Björn Bjarnason er lagður af stað í skógarferð þar sem hann virðist hafa í hyggju að reyna að ná höggi á undirritaðan.

Skoðun
Fréttamynd

Baldur Þór­halls­son er vitur og vís

Ég hef fylgst með rannsóknum og fræðastörfum Baldurs Þórhallssonar undanfarin ár og hrifist af þeirri nálgun og sýn sem hann hefur varðandi mannréttindi og alþjóðamál. Baldur hikar ekki við að kalla Ísland smáríki, jafnvel örríki í óþökk nokkurra karla í stjórnkerfi landsins sem reyna að fela smæðina og spila sig gjarnan stóra á heimavelli og á alþjóðavísu. 

Skoðun
Fréttamynd

Kjósum Katrínu

Ein helsta ástæða þess að margur maðurinn/konan hikar við og jafnvel hafnar því að taka þátt í pólitík er að þá á viðkomandi nánast fyrir víst von á að fá yfir sig skítkast, fúkyrði og allskyns gróusögur.

Skoðun
Fréttamynd

Nei­kvæð á­hrif þess að úti­loka forsetaframbjóðendur frá kapp­ræðum strax komin í ljós

Í kjölfar kappræðna á Stöð2 þar sem aðeins útvöldum forsetaframbjóðendum var boðið að tjá sig um stjórnskipan landsins á meðan öðrum reynslumeiri var úthýst, hefur deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst vakið athygli á því að forsetaframbjóðendur sem þar komu fram hafi talað af vanþekkingu um utanríkisstefnu og stjórnskipan Íslands.

Skoðun