Innlent

Fréttamynd

Mesta mengunin vegna gossins mælst í Skot­landi

Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni í dag. Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir vindátt stjórna því hvert gosmóðan fer hverju sinni. Í dag hafi verið hægviðri í fyrsta sinn frá því að gosið hófst og því hafi móðan lagst yfir höfuðborgarsvæðið.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Spegil­mynd af sam­fé­laginu muni búa á Heklureit

Heklureiturinn svokallaði í Reykjavík er að taka algerum stakkaskiptum. Ný íbúðarhús eru að rísa þar sem áður voru verkstæði. Framkvæmdastjóri Heklureits segir allt að 440 íbúðir munu rísa á reitnum og þær fyrstu verði afhentar haustið 2025. 

Innlent
Fréttamynd

Auka fram­lag Ís­lands til UN­RWA um hundrað milljónir

Ísland eykur framlag sitt til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) um hundrað milljónir. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, tilkynnti um framlagið á ráðstefnu sem hann sótti fyrir hönd forsætisráðherra í Jórdaníu. Samanlagt munu stjórnvöld þá hafa lagt til UNRWA 290 milljónir á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Skýra þurfi stöðu ríkis­sátta­semjara

Taka þarf skýrari afstöðu til stjórnsýslulegrar stöðu ríkissáttasemjara að mati umboðsmanns Alþingis. Nauðsynlegt sé að skýra hvort að um sjálfstætt stjórnvald sé að ræða eður ei. 

Innlent
Fréttamynd

Kári Stefáns­son for­maður í nýjum starfs­hóp

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að gera tillögur um hvernig staðið skuli að einstaklingsmiðaðri heilbrigðisþjónustu hér á landi. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er formaður hópsins.

Innlent
Fréttamynd

Senda fólk inn úr sólinni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarna daga haft eftirlit með veitingastöðum og kannað sérstaklega hvort umræddir staðir hafi leyfi til útiveitinga, en pottur virðist víða brotinn í þeim efnum. Gestum veitingastaða hefur víða verið vísað inn af útisvæði veitingastaða sem ekki hafa tilskilin leyfi til veitinga utandyra.

Innlent
Fréttamynd

Sex­tán ára reyndi að stinga lögguna af

Sextán ára gamall strákur gerði tilraun til þess að stinga lögreglu af á Hafnarfjarðarvegi í gær. Hann fór Heiðmerkurleið og inn í Kórahverfi í Kópavogi þar sem hann endaði utan vegar. Bíllinn er stórskemmdur en þrír voru í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Ólíðandi mis­beiting matvælaráðherra á valdi

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir blasa við að málsmeðferð matvælaráðherra í hvalveiðimálinu sé engan veginn í samræmi við lög eða stjórnarskrá landsins. Rökin sem ráðherrann færi fyrir langdreginni málsmeðferð standist enga skoðun.

Innlent
Fréttamynd

„Svartur dagur fyrir dýravelferð á Ís­landi“

Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) lýsir yfir vonbrigðum og harmar ákvörðun Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra sem veitti fyrr í dag Hval hf. leyfi til veiða á 128 langreyðum. Að mati sambandsins stangast lög um hvalveiðar frá árinu 1949 á við lög um dýravelferð. 

Innlent
Fréttamynd

Allt önnur spá í kortunum

Veðurspár næstu tíu daga sýna allt aðra mynd í meðalveðrinu en verið hefur síðustu tíu daga. Með umbreytingunni fylgir rigning og strekkings SA-vindur sunnanlands næstu tvo daga en eftir það fremur sólríkt að jafnaði fram yfir sumarsólstöður. Spáin gefur tilefni til bjartsýni og marga sólardaga, í hið minnsta sunnan- og vestantil.

Innlent
Fréttamynd

Segja á­kvörðun Bjark­eyjar í ber­höggi við stjórnar­skrá

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) telja leyfið sem Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra veitti fyrr í dag til veiða á langreyðum sé í raun aðeins gefið út til málamynda. Matvælaráðherra leggi á ólögmætan hátt stein í götu sjálfbærra veiða á langreyðum með ákvörðuninni í berhöggi við stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi Hvals hf.

Innlent
Fréttamynd

Á­kvörðunin skref í rétta átt

Í dag var Hval hf. veit leyfi til að veiða 128 langreyðar við Íslandsstrendur í ár. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir innihald leyfisins skref í rétta átt þrátt fyrir að hann hafi viljað að veiðarnar yrðu bannaðar alfarið. 

Innlent
Fréttamynd

Fækkar í Þjóð­kirkjunni og fjölgar í Sið­mennt

Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjunni fækkaði um 520 á tímabilinu 1. desember 2023 til 1. júní 2024. Mesta fjölgunin í trú- og lífsskoðunarfélögum var hjá Siðmennt, þar sem meðlimum fjölgaði um 121. Mesta hlutfallslega fjölgunin var hjá Samfélagi Ahmadiyya-múslima á Íslandi, eða um 28,6 prósent. Skráður fjöldi þeirra fór úr sjö í níu, og eru þeir þriðja fámennasta trúfélag landsins.

Innlent