Innlent

Allt­of seint að fá svör um skóla­vist í ágúst

Móðir sex­tán ára drengs með fötlun sem enn hefur ekki fengið skóla­vist í fram­halds­skóla í haust segir lof­orð mennta­mála­ráðu­neytisins um svör í ágúst ekki nægi­lega góð. Drengurinn þurfi mikinn stuðning og því sé góður undir­búningur mikil­vægur.

Innlent

Fyrstir undir 18 ára aldri til að kjósa

Tímamót urðu í lýðræðissögu landsins í dag á Höfn í Hornafirði þegar fyrstu kjósendurnir undir átján ára aldri tóku þátt í almennum kosningum. Það voru þeir Ingólfur Vigfússon og Maríus Máni Jónsson, sem eru báðir 17 ára og kusu um hvort aðal- og deiliskipulag, um þéttingu byggðar Innbæ á Höfn, skuli halda gildi sínu.

Innlent

Dómar í Rauða­gerðis­málinu mildaðir veru­lega

Angjelin Sterkaj var rétt í þessu dæmdur til sextán ára fangelsisvistar í Hæstarétti fyrir morðið á Armando Beqirai fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021. Þrír hlutdeildarmenn hans voru dæmdir til þriggja til tíu ára fangelsisvistar.

Innlent

Svandís með dóma á bakinu fyrir ólögmæta stjórnsýslu

Efasemdir hafa vaknað um lögmæti ákvörðunar Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar. Þannig hefur Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur efast um réttmæti hennar og sagt að hún standist mögulega ekki kröfur um meðalhófsreglu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur lýst samskonar efasemdum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um dóminn sem féll í héraðsdómi í morgun þar sem hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum var sýknaður af ákæru um að hafa orðið sjúklingi að bana. 

Innlent

Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna

Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. 

Innlent

Ljósleiðarinn fékk ekki ríkisaðstoð

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, lokaði í dag rannsókn á meintri ríkisaðstoð Orkuveitu Reykjavíkur til dótturfélags síns, Gagnaveitu Reykjavíkur, sem nú heitir Ljósleiðarinn. Því var haldið fram að fjármögnun og lánveitingar OR til dótturfélags síns hafi leitt til ósanngjarns forskots og væri brot á EES-reglum um ríkisaðstoð. ESA heldur nú ekki.

Innlent

Laxveiði hafin í Ölfusá

Fjölmenni mætti snemma í morgun við veiðisvæði Stangaveiðifélags Selfoss til að fagna því að laxveiði sumarið 2023 er formlega hafið í Ölfusá. Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar tók fyrstu köstin.

Innlent

Gylfi Þór aflar fjár fyrir Rauða krossinn

Gylfi Þór Þorsteinsson hefur tekið tímabundið við sem teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins á Íslandi en hann var nýlega ráðinn sem teymisstjóri Mannvina hjá félaginu.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum förum við ítarlega yfir ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um tímabundið bann við veiðum á langreyði. Ákvörðunin hefur valdið titringi innan samstarfsflokka Vinstri grænna í ríkisstjórn en ráðherra óttast ekki áhrif á stjórnarsamstarfið.

Innlent