Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Slapp við meiðsli á höfði og hrygg

Mikil mildi var að rúmlega fertug kona slasaðist ekki lífshættulega þegar ekið var á kyrrstæðan bíl hennar á Suðurlandsvegi síðdegis á mánudag. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fyrir hendingu var í loftinu á æfingu þegar útkallið barst.

Innlent
Fréttamynd

Fátt ef nokkuð stöðvar eldislaxinn

„Jú, eins og ég sagði fyrir atvinnuveganefnd þingsins í gær og maður þarf að segja þetta: Þetta er svívirðilegustu náttúruspjöll sem farið hefur verið með í gegnum sali Alþingis,“ segir Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Segir sein­læti First Water stór­furðu­legt

Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Hornsteins og talsmaður Heidelberg Cement, furðar sig mjög á yfirlýsingu Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra First Water hf um að starfsemi á landeldi og mölunarverksmiðjunnar geti ekki farið saman.

Innlent
Fréttamynd

Fagna framfaraskrefi ráð­herra en vilja af­nema tilvísanakerfið

Formaður Félags íslenskra heimilislækna fagnar því að heilbrigðisráðherra sýni í verki vilja til að koma til móts við lækna en vill fleiri og stærri skref. Á dögunum voru drög að reglugerðarbreytum um einföldun á fyrirkomulagi tilvísana fyrir börn birtar í samráðsgátt stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís í sendi­nefnd til Georgíu vegna um­deildra laga

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna.

Innlent
Fréttamynd

Hunda­skítur fyrir utan kosningamiðstöð Baldurs vekur spurningar

Starfsmönnum kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar brá heldur betur í brún þegar þeir komu að miklu magni af hundaskít, í og utan poka, við inngang kosningamiðstöðvarinnar snemma í gærmorgun. Grunur er um að honum hafi viljandi verið komið þarna fyrir af óprúttnum aðila sem skilaboðum.

Innlent
Fréttamynd

Flug­vél Icelandair þurfti að snúa við

Flugvél Icelandair sem lögð var af stað til Glasgow í Skotlandi þurfti að snúa við skömmu eftir brottför. Vélin tók á loft rétt fyrir hálf ellefu í morgun en upp úr ellefu barst boðun um vélarvanda og óskað var eftir því að vélinni yrði snúið við.

Innlent
Fréttamynd

Píratar hafa á­hyggjur af skorti á eftir­liti með lög­reglu

Þingmaður Pírata segir greinilegt að alger samstaða sé milli stjórnarflokkanna um að afgreiða breytingar á útlendingalögum sem herði að þeim sem þurfi á vernd að halda. Þá verði ekki nægjanlegt eftirlit með því hvernig lögregla beiti auknum rannsóknarheimildum á fólki sem ekki hefði framið neinn glæp.

Innlent
Fréttamynd

Úr 256 pakkningum á mánuði upp í sex þúsund

Sprenging hefur orðið í sölu á megrunarlyfinu Ozempic hér á landi síðustu ár. Seldar pakkningar af lyfinu voru tuttugu og þrisvar sinnum fleiri á mánuði í fyrra en árið 2019. Forstjóri Lyfjastofnunar telur að minnsta kosti tíu þúsund manns noti lyfið á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað milljarða fjár­festing í upp­námi

Eggert Þór Kristófersson forstjóri hefur, fyrir hönd First Water hf., ritað bæjarstjórn Þorlákshafnar afdráttarlaust bréf þar sem hann lýsir sig algjörlega andsnúinn því að mölunarverksmiðja Heidelberg rísi í næsta nágrenni við starfsemi fyrirhugaðar matvælaframleiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Halla þótti standa sig best

Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir.

Innlent