Viðskipti innlent

"Við þurfum að láta vita af okkur“

Magnús Halldórsson skrifar
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson.
„Það skiptir máli að við látum vita af okkur, og hvað við höfum upp á að bjóða," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, um þau tækifæri sem Ísland, og ekki síst Norðurland, standi frammi fyrir vegna vaxandi umsvifa á Norðurslóðum.

Þorvaldur Lúðvík er gestur í nýjasta þætti Klinksins, þar sem hann ræðir um Norðurslóðir og þau tækifæri sem geta skapast hér á landi vegna umsvifa þar, ekki síst vegna vaxandi skipaumferðar milli Asíu, Norður-Ameríku og Evrópu, um þessar slóðir, og síðan framkvæmda á Grænlandi.

Þorvaldur segir að ef atvinnulífið og stjórnvöld taki saman höndum, „stilli saman strengi", þá geti margvísleg tækifæri skapast fyrir þjónustuiðnað ýmis konar og einnig framleiðslufyrirtæki. Ekki aðeins á Norðurlandi, þó þar séu mikil tækifæri vegna nálægðar, m.a. við siglingaleiðir skipa, heldur á landinu öllu. „Við erum að fara seint af stað, og þurfum að hlaupa hratt ef við ætlum að nýta tækifærið," segir Þorvaldur Lúðvík, um nauðsyn þess að ráðast í kynningarátak því sem landið

Sjá má ítarlegt viðtal um Norðurslóðir, við Þorvald Lúðvík hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×