Lánstraust með starfsemi í Súdan og Afganistan Þorbjörn Þórðarson skrifar 12. júlí 2013 15:23 Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði. Það kann að hljóma undarlega í eyrum einhverra að uppsetning á fjárhagsupplýsingakerfi, þ.e kerfi sem safnar saman upplýsingum um greiðslusögu og lánstraust einstaklinga, auki aðgengi að lánsfé en það er nú samt raunin. Creditinfo Group hf. móðurfélag Lánstrausts er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Þegar Lánstraust hóf rekstur árið 1997 var það hið eina sinnar tegundar, þ.e fyrirtæki sem veitti þjónustu um lánstraust gegnum hugbúnað. Eftir að fyrirtækið hóf starfsemi jókst í raun aðgengi að lánsfé, því þeir skilvísu, þ.e hin rúmlega 90 prósent sem standa alla jafna í skilum með reikninga sína, fengu viðurkenningu á skilvísi sinni. Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Lánstrausts stofnaði félagið beint úr laganámi ásamt vinum sínum, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Fyrirtækið er nú með starfsemi í 15 löndum og stærstur hluta tekna þess kemur frá útlöndum. Þar má nefna Kasakstan, Úkraínu, Georgíu, Jamaíka, Litháen, Lettland, Möltu, Rúmeníu, Tanzaníu, Tékkland og Slóvakíu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið hóf nýlega rekstur í Súdan og Afganistan. „Við höfum unnið með alþjóðlegum stofnunum eins og Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópubankanum og Millenium Challenge Corporation, svo dæmi sé tekið. Þetta eru allt stofnanir sem eru að vinna að því að bæta hag fólks í vanþróuðum löndum og hluti af því er að tryggja að allir nauðsynlegir innviðir fjármálakerfisins séu til staðar. Eitt af því er greiðslukerfi, annað er upplýsingakerfi um lántakendur og þess vegna höfum við til dæmis sett upp kerfi í löndum eins og Súdan, Afganistan, Palestínu og fleiri löndum,“ segir Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Creditinfo Group. Creditinfo fékk samning við Alþjóðabankann við uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi í Afganistan þrátt fyrir að eiga hæsta tilboðið í útboði. „Þeir völdu okkur einfaldlega af því að við höfum sett upp svona kerfi í hátt í 20 löndum og það hefur tekist vel. Þeir vita ef þeir eiga viðskipti við okkur þá verður þetta í lagi,“ segir Reynir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Reyni má nálgast hér. Klinkið Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
Creditinfo Group, áður Lánstraust, hefur hafið starfsemi í Súdan og Afganistan. Alþjóðabankinn samdi við fyrirtækið um uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi með upplýsingum um lánstraust í Afganistan þrátt fyrir að fyrirtækið hefði átt hæsta tilboð í útboði. Það kann að hljóma undarlega í eyrum einhverra að uppsetning á fjárhagsupplýsingakerfi, þ.e kerfi sem safnar saman upplýsingum um greiðslusögu og lánstraust einstaklinga, auki aðgengi að lánsfé en það er nú samt raunin. Creditinfo Group hf. móðurfélag Lánstrausts er langstærsta fyrirtæki sinnar tegundar hér á landi. Þegar Lánstraust hóf rekstur árið 1997 var það hið eina sinnar tegundar, þ.e fyrirtæki sem veitti þjónustu um lánstraust gegnum hugbúnað. Eftir að fyrirtækið hóf starfsemi jókst í raun aðgengi að lánsfé, því þeir skilvísu, þ.e hin rúmlega 90 prósent sem standa alla jafna í skilum með reikninga sína, fengu viðurkenningu á skilvísi sinni. Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Lánstrausts stofnaði félagið beint úr laganámi ásamt vinum sínum, en hann er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Fyrirtækið er nú með starfsemi í 15 löndum og stærstur hluta tekna þess kemur frá útlöndum. Þar má nefna Kasakstan, Úkraínu, Georgíu, Jamaíka, Litháen, Lettland, Möltu, Rúmeníu, Tanzaníu, Tékkland og Slóvakíu, svo eitthvað sé nefnt. Fyrirtækið hóf nýlega rekstur í Súdan og Afganistan. „Við höfum unnið með alþjóðlegum stofnunum eins og Alþjóðabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Evrópubankanum og Millenium Challenge Corporation, svo dæmi sé tekið. Þetta eru allt stofnanir sem eru að vinna að því að bæta hag fólks í vanþróuðum löndum og hluti af því er að tryggja að allir nauðsynlegir innviðir fjármálakerfisins séu til staðar. Eitt af því er greiðslukerfi, annað er upplýsingakerfi um lántakendur og þess vegna höfum við til dæmis sett upp kerfi í löndum eins og Súdan, Afganistan, Palestínu og fleiri löndum,“ segir Reynir Grétarsson, forstjóri og stofnandi Creditinfo Group. Creditinfo fékk samning við Alþjóðabankann við uppsetningu á fjárhagsupplýsingakerfi í Afganistan þrátt fyrir að eiga hæsta tilboðið í útboði. „Þeir völdu okkur einfaldlega af því að við höfum sett upp svona kerfi í hátt í 20 löndum og það hefur tekist vel. Þeir vita ef þeir eiga viðskipti við okkur þá verður þetta í lagi,“ segir Reynir. Nýjasta þáttinn af Klinkinu með viðtalinu við Reyni má nálgast hér.
Klinkið Mest lesið Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Viðskipti innlent Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira