Viðskipti innlent

Ragnar og Gestur misbuðu virðingu dómsins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall
Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall mynd / pjetur
Lögmennirnir Ragnar H. Hall og Gestur Jónsson fengu eina milljón króna í réttarfarsekt hvor fyrir að segja sig af tilnefnislausu frá Al-Thani málinu sem verjendur sakborninga við dómsuppkvaðningu í Héraðsdómi í dag.

Sakborningar fengu allir þunga dóma.

Ragnar var upphaflega verjandi fjárfestisins Ólafs Ólafssonar í málinu og Gestur Jónsson, var verjandi Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings.

Um þetta atriði segir í forsendum dómsins: „Ákvörðun þeirra um að segja sig frá vörn ákærðu olli óþörfum drætti á málinu og gekk þannig gegn hagsmunum ákærðu. Þá var sú háttsemi verjendanna að mæta ekki á dómþing við aðalmeðferð máls, þegar dómari hafði synjað þeim um að vera leystir undan verjendastörfum, til þess fallin að misbjóða virðingu dómsins.“

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, ræddi við lögmennina í þættinum Klinkið í apríl á þessu ári en hér má sjá viðtalið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×