Lífið

Poppkastið: Strigaskóafíkn, 90´s hljómsveitaæði og YouTube stjörnur með milljarða í árstekjur

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Alltaf nóg að frétta í Lífinu.
Alltaf nóg að frétta í Lífinu.
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl og meðal annars rætt um ilmkerti KFC, YouTube stjörnur og tekjur þeirra. 

Þáttastjórnendur eru ekki sammála um það hvort Jimmy Kimmel verði góður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni og Kim Kardashian er sögð vilja skilnað frá Kanye West. 

Framundan er eitthvað rosalegasta tónleikasumar sögunnar hér á landi og er hver stórsveitin á fætur öðrum á leiðinni á klakann. Íslendingar eru sjúkir í það gamla og góða og Madonna fór í sleik við Michael Jackson. Fréttir vikunnar í Lífinu eru alltaf þær skemmtilegustu og verður fjallað ítarlega um þær.

Þá fá Hulda og Stefán til sín góðan gest, blaðamanninn Stefán Þór Hjartarson, sem segir hlustendum frá því hvernig er að vera strigaskófíkill. Hann á um 20-30 pör og gengur aldrei í sama parinu tvö daga í röð.

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að neðan má hlusta á fimmta þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes. Hér má fylgjast með Poppkastinu á Facebook.  


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×