Verstappen aftur á sigurbraut eftir árekstur á fyrsta hring Smári Jökull Jónsson skrifar 7. apríl 2024 09:31 Verstappen fagnar sigri í nótt ásamt liðsfélögum sínum í Red Bull. Vísir/Getty Max Verstappen og Sergio Perez náðu sinni þriðju tvennu í fjórða kappakstri tímabilsins þegar þeir komu fyrstir í mark í Japanskappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen byrjaði Formúllu 1 tímabilið eins og hann lauk því síðasta með sigri í fyrstu tveimur kappökstrunum í Sádi Arabíu og Bahrein. Í þriðja kappakstrinum í Ástralíu fyrir tveimur vikum náði hann þó mjög óvænt ekki að klára keppnina og því var meiri spenna en oft áður fyrir kappakstri helgarinnar í Japan. Verstappen og Red Bull komu sér þó örugglega aftur á sigurbraut því Verstappen kom fyrstur í mark í kappakstri næturinnar og liðsfélagi hans Sergio Perez varð annar. Verstappen náði þar með í sinn þriðja sigur á tímabilinu en Perez hefur orðið annar í öll skiptin. Chequered flag moment Max also now joins Schumacher, Vettel and Hamilton in the '3000 laps led' club #F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/ayXNWU2EwZ— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 „Þetta var mjög gott. Erfiði hlutinn var í ræsingunni að halda forystunni en bíllinn varð betri og betri eftir það í gegnum kappaksturinn. Ég veit ekki hvort það hafði með það að gera að skýin komu yfir brautina,“ sagði Verstappen eftir sigurinn. Kappaksturinn litaðist af árekstri þeirra Daniel Ricciardo og Alex Albon strax á fyrsta hring og þurfti að gera þrjátíu mínútna hlé á keppnina og ræsa á nýjan leik þegar búið var að hreinsa brautina. LAP 1/53Red flag Albon and Ricciardo come together at Turn 2. Both drivers are out of their cars.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/fvGWOyb104— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 Verstappen lét það þó ekki stoppa sig og þeysti af stað í báðum ræsingum og hélt fyrsta sætinu örugglega. Hann kom tólf sekúndum á undan Perez í mark og Carlos Sainz varð þriðji á Ferrari. Charles Leclerc, félagi Sainz hjá Ferrari, varð í fjórða sæti og Lando Norris á McLaren í fimmta. Reynsluboltinn Fernando Alonso skaut svo hraðskreiðari bílum ref fyrir rass þegar hann kom í mark í sjötta sæti en fyrrum heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti ekki góða keppni og endaði í níunda sæti eftir að hafa hafið keppni sjöundi. Staðan í keppni ökuþóra: 1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig Akstursíþróttir Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Ricciardo tapar sæti sínu hjá RB Þrír ákærðir fyrir að reyna að fjárkúga fjölskyldu Schumacher Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Norris nálgast Verstappen eftir sigur í Singapúr Norris á ráspól í Singapúr Eðla rölti inn á brautina á æfingu Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Sjá meira
Max Verstappen byrjaði Formúllu 1 tímabilið eins og hann lauk því síðasta með sigri í fyrstu tveimur kappökstrunum í Sádi Arabíu og Bahrein. Í þriðja kappakstrinum í Ástralíu fyrir tveimur vikum náði hann þó mjög óvænt ekki að klára keppnina og því var meiri spenna en oft áður fyrir kappakstri helgarinnar í Japan. Verstappen og Red Bull komu sér þó örugglega aftur á sigurbraut því Verstappen kom fyrstur í mark í kappakstri næturinnar og liðsfélagi hans Sergio Perez varð annar. Verstappen náði þar með í sinn þriðja sigur á tímabilinu en Perez hefur orðið annar í öll skiptin. Chequered flag moment Max also now joins Schumacher, Vettel and Hamilton in the '3000 laps led' club #F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/ayXNWU2EwZ— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 „Þetta var mjög gott. Erfiði hlutinn var í ræsingunni að halda forystunni en bíllinn varð betri og betri eftir það í gegnum kappaksturinn. Ég veit ekki hvort það hafði með það að gera að skýin komu yfir brautina,“ sagði Verstappen eftir sigurinn. Kappaksturinn litaðist af árekstri þeirra Daniel Ricciardo og Alex Albon strax á fyrsta hring og þurfti að gera þrjátíu mínútna hlé á keppnina og ræsa á nýjan leik þegar búið var að hreinsa brautina. LAP 1/53Red flag Albon and Ricciardo come together at Turn 2. Both drivers are out of their cars.#F1 #JapaneseGP pic.twitter.com/fvGWOyb104— Formula 1 (@F1) April 7, 2024 Verstappen lét það þó ekki stoppa sig og þeysti af stað í báðum ræsingum og hélt fyrsta sætinu örugglega. Hann kom tólf sekúndum á undan Perez í mark og Carlos Sainz varð þriðji á Ferrari. Charles Leclerc, félagi Sainz hjá Ferrari, varð í fjórða sæti og Lando Norris á McLaren í fimmta. Reynsluboltinn Fernando Alonso skaut svo hraðskreiðari bílum ref fyrir rass þegar hann kom í mark í sjötta sæti en fyrrum heimsmeistarinn Lewis Hamilton átti ekki góða keppni og endaði í níunda sæti eftir að hafa hafið keppni sjöundi. Staðan í keppni ökuþóra: 1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig
1. Max Verstappen, Red Bull - 77 stig2. Sergio Perez, Red Bull - 64 stig3. Charles Leclerc, Ferrari - 59 stig4. Carlos Sainz, Ferrari - 55 stig5. Lando Norris, McLaren - 37 stig
Akstursíþróttir Mest lesið Faðir ungu skíðakonunnar sem lést: Vill ekki sjá blóm í jarðarförinni Sport Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Körfubolti Viggo Mortensen hraunar yfir Vinicius Fótbolti Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Körfubolti Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Körfubolti NFL stjarnan syrgir dóttur sína Sport Haraldur hættir hjá Víkingi Íslenski boltinn Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Körfubolti Fleiri fréttir Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Hamilton opnar sig um þunglyndi og einelti: „Hafði engan til að tala við“ Ricciardo tapar sæti sínu hjá RB Þrír ákærðir fyrir að reyna að fjárkúga fjölskyldu Schumacher Mætti tárvotur í viðtal og óviss um framhaldið Refsing fyrir að blóta gæti flýtt fyrir því að Verstappen hætti Norris nálgast Verstappen eftir sigur í Singapúr Norris á ráspól í Singapúr Eðla rölti inn á brautina á æfingu Heimsmeistaranum refsað fyrir notkun blótsyrðis FIA tók fyrir kvörtun Red Bull og hefur kveðið upp dóm sinn Piastri vann í Aserbaísjan og McLaren fór fram úr Red Bull Lando Norris enn vongóður þrátt fyrir gulu flöggin Leclerc á ráspól á morgun Vill vinna titilinn á eigin forsendum Biðja Piastri um að styðja Norris í baráttunni um titilinn Hvalreki fyrir Aston Martin í Formúlu 1 Leclerc vann Monza kappaksturinn Táningurinn sem tekur við af Hamilton klessti bílinn í frumrauninni Sjá meira
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn