Kveður Tjarnarbíó: „Of lítið og of seint“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. apríl 2024 19:19 Sara Martí hefur unnið sem leikhússtýra Tjarnabíós síðastliðin tvö ár, en hefur nú ákveðið að segja þetta gott. aðsend Sara Martí Guðmundsdóttir hefur ákveðið að láta af störfum sem leikhússtýra Tjarnarbíós. Hún kveðst hafa reynt allt til að láta rekstur leikhússins ganga upp, en meira þurfi til frá ríki og borg. „Þetta er bara of lítið og of seint, það er sú aðstoð sem okkur berst. Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að koma frá ríki og borg, til að gera eitthvað og hjálpa okkur að vinna vinnunna okkar,“ segir Sara Martí í samtali við fréttastofu um ákvörðun sína. Hún hefur síðastliðin tvö ár unnið sem leikhússtýra Tjarnarbíós. „Það kemur manneskja í manns stað. Það er einhver sem þarf að taka við þessu og vonandi fær hún ríki og borg til að koma frekar að borði til að aðstoða.“ Þrátt fyrir metsölu ár og mikla velgegni dug núverandi styrkir ekki fyrir rekstrinum. Í færslu Söru á Facebook gerir hún nánar grein fyrir ástæðum þess að hún hyggst hverfa til annarra starfa. Lesa má færsluna hér að neðan. Takk fyrir mig! Ég kveð húsið sem ég elska. Ég hef alltaf brunnið fyrir sjálfstæðu sviðslistasenunni, orkunni og sköpunarþránni í listafólkinu og hetjudáðina sem þetta fólk vinnur stundum til að koma verkum sínum á svið. Það hefur kannski ekki dulist neinum sem fylgst hefur með Tjarnarbíó að þetta er erfiður rekstur. Þetta er í rauninni ómögulegt rekstarform eins og öll leikhús upplifa (þess vegna þurfa öll leikhús á stuðningi að halda). ,,Blússandi sigling á sökkvandi skipi” hef ég stundum kallað Tjarnarbíó. Því alveg sama hversu vel okkur hefur gengið, metsöluár, 5-7 sýningar á viku, sneisafullt af áhorfendum og endalaust jákvæð umfjöllun. Það dugar ekki til og það verður að koma meira til frá borg og ríki ef hér á að vera til sjálfstæð sviðslistasena. Ég er svo ótrúlega stolt af því sem ég hef áorkað í Tjarnarbíó síðustu árin. Þegar ég tók við, fékk ég fjölbreyttan hóp fólks úr senunni til að móta stefnu fyrir leikhúsið og hefur allt mitt starf miðað út frá þeirri vinnu. Við fórum í stóra herferð sem náði athygli borgar og ríkis um aðstöðumun leikhúsanna undir yfirskriftinni #stækkumtjarnarbio. Ég endurhannaði með Auði Ösp Guðmundsdóttur framhúsið til að skapa betra rými fyrir gesti, þægilegri bar og við settum upp nýtt lítið svið sem hefur mikið verið notað enda brýn þörf á fleiri sviðum á höfuðborgarsvæðinu. Ný heimasíða leit dagsins ljós og við höfum spýtt verulega í markaðsmálin og haldið námskeið fyrir sjálfstætt sviðslistafólk í markaðssetningu. Við höfum rifið upp sölu og áhorfendatölur og við erum með jafn margar sýningar á okkar eina sviðið og hin leikhúsin tvö á sínum þrem sviðum. Þetta hafðist vegna þess góða fólks sem starfar í Tjarnarbíó. Takk takk takk elsku samstarfsfólkið mitt, takk kæra sviðslistafólk fyrir samstarfið, takk þið sem komuð með einum og öðrum hætti að framkvæmdunum í framhúsinu, takk kæru Skúli, María Rut og Eiríkur hjá borginni, takk kæru gestir fyrir komuna og takk fyrir listina. Áfram sjálfstæðar sviðslistir! Leikhús Menning Reykjavík Vistaskipti Tímamót Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ Sjá meira
„Þetta er bara of lítið og of seint, það er sú aðstoð sem okkur berst. Þetta er pólitísk ákvörðun sem þarf að koma frá ríki og borg, til að gera eitthvað og hjálpa okkur að vinna vinnunna okkar,“ segir Sara Martí í samtali við fréttastofu um ákvörðun sína. Hún hefur síðastliðin tvö ár unnið sem leikhússtýra Tjarnarbíós. „Það kemur manneskja í manns stað. Það er einhver sem þarf að taka við þessu og vonandi fær hún ríki og borg til að koma frekar að borði til að aðstoða.“ Þrátt fyrir metsölu ár og mikla velgegni dug núverandi styrkir ekki fyrir rekstrinum. Í færslu Söru á Facebook gerir hún nánar grein fyrir ástæðum þess að hún hyggst hverfa til annarra starfa. Lesa má færsluna hér að neðan. Takk fyrir mig! Ég kveð húsið sem ég elska. Ég hef alltaf brunnið fyrir sjálfstæðu sviðslistasenunni, orkunni og sköpunarþránni í listafólkinu og hetjudáðina sem þetta fólk vinnur stundum til að koma verkum sínum á svið. Það hefur kannski ekki dulist neinum sem fylgst hefur með Tjarnarbíó að þetta er erfiður rekstur. Þetta er í rauninni ómögulegt rekstarform eins og öll leikhús upplifa (þess vegna þurfa öll leikhús á stuðningi að halda). ,,Blússandi sigling á sökkvandi skipi” hef ég stundum kallað Tjarnarbíó. Því alveg sama hversu vel okkur hefur gengið, metsöluár, 5-7 sýningar á viku, sneisafullt af áhorfendum og endalaust jákvæð umfjöllun. Það dugar ekki til og það verður að koma meira til frá borg og ríki ef hér á að vera til sjálfstæð sviðslistasena. Ég er svo ótrúlega stolt af því sem ég hef áorkað í Tjarnarbíó síðustu árin. Þegar ég tók við, fékk ég fjölbreyttan hóp fólks úr senunni til að móta stefnu fyrir leikhúsið og hefur allt mitt starf miðað út frá þeirri vinnu. Við fórum í stóra herferð sem náði athygli borgar og ríkis um aðstöðumun leikhúsanna undir yfirskriftinni #stækkumtjarnarbio. Ég endurhannaði með Auði Ösp Guðmundsdóttur framhúsið til að skapa betra rými fyrir gesti, þægilegri bar og við settum upp nýtt lítið svið sem hefur mikið verið notað enda brýn þörf á fleiri sviðum á höfuðborgarsvæðinu. Ný heimasíða leit dagsins ljós og við höfum spýtt verulega í markaðsmálin og haldið námskeið fyrir sjálfstætt sviðslistafólk í markaðssetningu. Við höfum rifið upp sölu og áhorfendatölur og við erum með jafn margar sýningar á okkar eina sviðið og hin leikhúsin tvö á sínum þrem sviðum. Þetta hafðist vegna þess góða fólks sem starfar í Tjarnarbíó. Takk takk takk elsku samstarfsfólkið mitt, takk kæra sviðslistafólk fyrir samstarfið, takk þið sem komuð með einum og öðrum hætti að framkvæmdunum í framhúsinu, takk kæru Skúli, María Rut og Eiríkur hjá borginni, takk kæru gestir fyrir komuna og takk fyrir listina. Áfram sjálfstæðar sviðslistir!
Takk fyrir mig! Ég kveð húsið sem ég elska. Ég hef alltaf brunnið fyrir sjálfstæðu sviðslistasenunni, orkunni og sköpunarþránni í listafólkinu og hetjudáðina sem þetta fólk vinnur stundum til að koma verkum sínum á svið. Það hefur kannski ekki dulist neinum sem fylgst hefur með Tjarnarbíó að þetta er erfiður rekstur. Þetta er í rauninni ómögulegt rekstarform eins og öll leikhús upplifa (þess vegna þurfa öll leikhús á stuðningi að halda). ,,Blússandi sigling á sökkvandi skipi” hef ég stundum kallað Tjarnarbíó. Því alveg sama hversu vel okkur hefur gengið, metsöluár, 5-7 sýningar á viku, sneisafullt af áhorfendum og endalaust jákvæð umfjöllun. Það dugar ekki til og það verður að koma meira til frá borg og ríki ef hér á að vera til sjálfstæð sviðslistasena. Ég er svo ótrúlega stolt af því sem ég hef áorkað í Tjarnarbíó síðustu árin. Þegar ég tók við, fékk ég fjölbreyttan hóp fólks úr senunni til að móta stefnu fyrir leikhúsið og hefur allt mitt starf miðað út frá þeirri vinnu. Við fórum í stóra herferð sem náði athygli borgar og ríkis um aðstöðumun leikhúsanna undir yfirskriftinni #stækkumtjarnarbio. Ég endurhannaði með Auði Ösp Guðmundsdóttur framhúsið til að skapa betra rými fyrir gesti, þægilegri bar og við settum upp nýtt lítið svið sem hefur mikið verið notað enda brýn þörf á fleiri sviðum á höfuðborgarsvæðinu. Ný heimasíða leit dagsins ljós og við höfum spýtt verulega í markaðsmálin og haldið námskeið fyrir sjálfstætt sviðslistafólk í markaðssetningu. Við höfum rifið upp sölu og áhorfendatölur og við erum með jafn margar sýningar á okkar eina sviðið og hin leikhúsin tvö á sínum þrem sviðum. Þetta hafðist vegna þess góða fólks sem starfar í Tjarnarbíó. Takk takk takk elsku samstarfsfólkið mitt, takk kæra sviðslistafólk fyrir samstarfið, takk þið sem komuð með einum og öðrum hætti að framkvæmdunum í framhúsinu, takk kæru Skúli, María Rut og Eiríkur hjá borginni, takk kæru gestir fyrir komuna og takk fyrir listina. Áfram sjálfstæðar sviðslistir!
Leikhús Menning Reykjavík Vistaskipti Tímamót Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys Lífið Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Lífið Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Bíó og sjónvarp Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Lífið Eyddi Youtube síðu sonarins Lífið Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ Sjá meira