Lífið

Snorri og Harpa selja á Njáls­götu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Heimili parsins er afar hlýlegt og hver fermeter vel nýttur.
Heimili parsins er afar hlýlegt og hver fermeter vel nýttur.

Snorri Engilbertsson leikari og kærastan hans Harpa Hilmarsdóttir hafa sett sjarmerandi risíbúð við Njálsgötu í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 75 fermetra eign í húsi sem var byggt árið 1952. Ásett verð er 74,9 milljónir.

Mjúkir litatónar, björt rými og fallegir innanstokksmunir flæða á milli rýma á heillandi máta og skapa hlýlega stemningu. Fallegt útsýni er úr eigninni til sjávar og fjalla.

Eldhús og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð. Þaðan er gengið inn rúmgóða stofu. Í eldhúsi er dökk innrétting í bæsaðri eik með steyptri borðplötu og vask. Eldhúseyja er einnig steypt með áfastri borðaðstöðu.

Samtals eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Nánari upplýsingar um eignina á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×