Innlent

Lík­lega fundað fram eftir kvöldi

Margrét Björk Jónsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis. Vísir/Ívar Fannar

Samningafundur í deilu Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna stendur nú yfir í Karphúsinu. Náist ekki samkomulag hefst ótímabundið yfirvinnubann á fimmtudag. Búist er við að fundurinn standi yfir fram eftir kvöldi. 

Lítið hefur heyrst frá samningaaðilum frá því að þeir gengu til fundar ríkissáttasemjara í Karphúsinu klukkan tólf í dag. Þórarinn Eyfjörð formaður Sameykis virtist bjartsýnn þegar fréttamaður náði tali af honum fyrir fundinn. Hann sagði það koma til greina að fresta verkfallsaðgerðum, en það yrði einungis gert ef hann myndi skynja góðan samningsvilja hjá viðsemjendunum. 

Mikið er undir á fundinum en að öllu óbreyttu hefjast aðgerðir á Keflavíkurflugvelli síðdegis á fimmtudaginn. Aðgerðirnar fela í sér yfirvinnu- og þjálfunarbann auk aðgerða við öryggisleit og  farþegaflutninga. Ljóst er að vinnustöðvanirnar muni hafa gríðarleg áhrif og svo gott sem stöðva flug. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn langt í land í viðræðunum og gert er ráð fyrir að fundað verði vel inn í kvöldið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×