Uppgjör og viðtöl: Þór/KA - Keflavík 4-0 | Heimakonur ekki í vandræðum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. maí 2024 19:55 Þór/KA skoraði fjögur í kvöld. vísir/hulda margrét Þór/KA vann góðan 4-0 heimasigur á Keflavík í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Akureyri í dag. Fyrir leikinn var Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar með níu stig en gestirnir í botnsætinu án stiga. Leikurinn var jafn í upphafi, bæði lið voru beinskeytt og áttu hvort um sig efnilegar sóknir. Elfa Karen Magnúsdóttir fékk upplagt marktækifæri á 16. mínútu þegar flott sending kom inn fyrir vörn heimakvenna og Elfa allt í einu sloppin í gegn. Shelby Money gerði hins vegar vel í marki Þór/KA, hún kom vel út og náði að loka á skot Elfu. Það er stutt á milli í fótbolta og aðeins þremur mínútu eftir færið hjá Elfu átti Þór/KA góðan spilkafla sem endaði á sendingu út Huldu Ósk Jónsdóttir á kantinum sem kom með frábæra fyrirgjöf á kollinn á Söndru Maríu Jessen sem skallaði boltann í netið, níunda mark Söndru í fimm leikjum. Staðan orðin 1-0 og þannig var það í hálfleik. Í seinni hálfleik þjörmuðu heimakonur að gestunum og á fimmtán mínútna kafla fór staðan úr 1-0 í 4-0. Fyrst var að verki Ísfold Marý Sigtryggsdóttir með skoti fyrir utan vítateig á 57. mínútu sem Vera Varis í marki Keflavíkur kom engum vörnum við. Þremur mínútum síðar átti Karen María Sigurgeirsdóttir skot í stöngina af stuttu færi, boltinn fór af stönginni og út í teig þar sem Margrét Árnadóttir var vel staðsett og seti boltann í netið og staðan orðin 3-0. Að lokum var það Karen María Sigurgeirsdóttir sem nýti sér klaufagang Reginu Solhaug Fiabema á 71. mínútu. Regina reyndi þá sendingu á Veru í marki Keflavíkur, sendingin ekki góð og Karen komst á milli. Fyrsta skotið varði Vera en boltinn barst aftur til Karenar sem brást ekki bogalistinn og rak smiðshöggið, okatölur á Akureyri 4-0. Atvik leiksins Heimakonur höfðu verið að hóta marki tvö í dágóðan tíma í seinni hálfleik og átt nokkur skot fyrir utan teig sem rötuðu á rammann. Vera Varis í marki Keflavíkur hafði í nógu að snúast og var nýbúin að skamma leikmenn Keflavíkur fyrir að leyfa Þór/KA að taka þessi skot fyrir utan teig. Þá tók Ísfold Marý þetta góða skot sem endaði í markinu. Það varð ákveðið ójafnvægi hjá gestunum eftir markið sem heimakonur notuðu vel og uppskáru tvö mörk í viðbót. Stjörnur og skúrar Karen María Sigurgeirsdóttir átti sinn þátt í öllum mörkunum sem Þór/KA skoraði, hún átti sendinguna á Huldu Ósk í fyrsta markinu og svo á Ísfold í öðru markinu, þá á hún skotið í stöngina í þriðja markinu og kórónaði svo sinn leik með því að skora fjórða markið. Margrét Árnadóttir var sömuleiðis mjög öflug í liði Þór/KA. Susanna Joy Friedrichs gafst aldrei upp í liði gestanna og var mjög góð á löngum köflum. Þá varði Vera Varis oft mjög vel og kom í veg fyrir ennþá stærri sigur heimakvenna. Regina Solhaug Fiabema í vörn Keflavíkur var ekki á sínum besta degi og átti þátt í þriðja markinu og gerir svo stór mistök í fjórða marki Þór/KA þegar sending mistekst niður á markmann. Þá fannst mér varnarlína Keflavíkur gefa mikið eftir í seinni hálfleik og gefa Þór/KA konum alltof mikin tíma við og í vítateignum sínum. Stemning og umgjörð Stemningin í Boganum var mjög góð, flottar ungar dömur á trommunum og liðin vel hvött áfram. Það sem dróg þetta kannski helst niður var að það var frábært veður útí, sól, heiðskýrt og 13 stiga hiti. Það hefði verið skemmtilegra að vera á Þórsvellinum en grasið lætur aðeins bíða eftir sér og Boginn stendur alltaf fyrir sínu. Dómarinn Allt dómarateymið stóð sig vel og fór ekkert fyrir þeim. Þær ákvarðarnir sem þurfti að taka voru í gott sem öllum tilfellum réttar. „Fáum alltof mikið af mörkum á okkur í síðari hálfleikjum“ Jonathan Glenn er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Fyrsti hálfleikur var mjög vel spilaður hjá okkur og mér fannst við sömuleiðis koma vel inn í seinni hálfleikinn þar til við fengum mark númer tvö á okkur. Mér fannst það hafa mikil áhrif á okkur og það var eins og allur vindur væri úr okkur. Það eyðilagði mómentið því mér fannst við hafa möguleikann á að ná inn jöfnunarmarki. Eftir þetta mark tvö að þá tók Þór/KA yfir leikinn,“ sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur eftir 4-0 tap gegn Þór/KA á Akureyri í kvöld. Keflavík hefur sýnt mjög flottar frammistöður í þeim leikjum sem þær hafa spilað undanfarið en verið að fá of mörk á sig í seinni hálfleikjunum. „Í leikjunum sem við höfum verið að spila að þá erum við að fá alltof mikið af mörkum á okkur í síðari hálfleik. Ég er ekki að átta mig á því hvað það er, hvort það sé að við séum að missa einbeitinguna eða hvort við séu orðnar þreyttar. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða. Við þurfum að vinna í því að hætta að fá á okkur þessi mörk í seinni hálfleik eftir svona góðan fyrri hálfleik.“ Eftir að Þór/KA skoraði mark tvö að þá fylgdu fljótt í kjölfarið tvö mörk í viðbót en fyrir það hafði vörn Keflavíkur haldið nokkuð vel. „Eftir mark númer tvö að þá held ég að við höfum bara misst trúna og fáum á okkur tvö í viðbót. Við erum að fara gegnum erfiða tíma þar sem við höfum ekki náð í sigur og það er nú þannig að stundum þegar það rignir að þá verður hellidemba. Allir 50-50 boltar falla til þeirra til dæmis í seinni hálfleik.“ Keflavík vermir botnsætið og er án stiga eftir fimm leiki en Glenn segir liðið eiga nóg inni og sigrarnir fari að koma. Þá hefur liðið spilað gegn Þór/KA, Val og Breiðablik en þetta eru þau lið sem eru í þremur efstu sætunum eins og er. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Keflavík ÍF
Þór/KA vann góðan 4-0 heimasigur á Keflavík í 5. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Akureyri í dag. Fyrir leikinn var Þór/KA í þriðja sæti deildarinnar með níu stig en gestirnir í botnsætinu án stiga. Leikurinn var jafn í upphafi, bæði lið voru beinskeytt og áttu hvort um sig efnilegar sóknir. Elfa Karen Magnúsdóttir fékk upplagt marktækifæri á 16. mínútu þegar flott sending kom inn fyrir vörn heimakvenna og Elfa allt í einu sloppin í gegn. Shelby Money gerði hins vegar vel í marki Þór/KA, hún kom vel út og náði að loka á skot Elfu. Það er stutt á milli í fótbolta og aðeins þremur mínútu eftir færið hjá Elfu átti Þór/KA góðan spilkafla sem endaði á sendingu út Huldu Ósk Jónsdóttir á kantinum sem kom með frábæra fyrirgjöf á kollinn á Söndru Maríu Jessen sem skallaði boltann í netið, níunda mark Söndru í fimm leikjum. Staðan orðin 1-0 og þannig var það í hálfleik. Í seinni hálfleik þjörmuðu heimakonur að gestunum og á fimmtán mínútna kafla fór staðan úr 1-0 í 4-0. Fyrst var að verki Ísfold Marý Sigtryggsdóttir með skoti fyrir utan vítateig á 57. mínútu sem Vera Varis í marki Keflavíkur kom engum vörnum við. Þremur mínútum síðar átti Karen María Sigurgeirsdóttir skot í stöngina af stuttu færi, boltinn fór af stönginni og út í teig þar sem Margrét Árnadóttir var vel staðsett og seti boltann í netið og staðan orðin 3-0. Að lokum var það Karen María Sigurgeirsdóttir sem nýti sér klaufagang Reginu Solhaug Fiabema á 71. mínútu. Regina reyndi þá sendingu á Veru í marki Keflavíkur, sendingin ekki góð og Karen komst á milli. Fyrsta skotið varði Vera en boltinn barst aftur til Karenar sem brást ekki bogalistinn og rak smiðshöggið, okatölur á Akureyri 4-0. Atvik leiksins Heimakonur höfðu verið að hóta marki tvö í dágóðan tíma í seinni hálfleik og átt nokkur skot fyrir utan teig sem rötuðu á rammann. Vera Varis í marki Keflavíkur hafði í nógu að snúast og var nýbúin að skamma leikmenn Keflavíkur fyrir að leyfa Þór/KA að taka þessi skot fyrir utan teig. Þá tók Ísfold Marý þetta góða skot sem endaði í markinu. Það varð ákveðið ójafnvægi hjá gestunum eftir markið sem heimakonur notuðu vel og uppskáru tvö mörk í viðbót. Stjörnur og skúrar Karen María Sigurgeirsdóttir átti sinn þátt í öllum mörkunum sem Þór/KA skoraði, hún átti sendinguna á Huldu Ósk í fyrsta markinu og svo á Ísfold í öðru markinu, þá á hún skotið í stöngina í þriðja markinu og kórónaði svo sinn leik með því að skora fjórða markið. Margrét Árnadóttir var sömuleiðis mjög öflug í liði Þór/KA. Susanna Joy Friedrichs gafst aldrei upp í liði gestanna og var mjög góð á löngum köflum. Þá varði Vera Varis oft mjög vel og kom í veg fyrir ennþá stærri sigur heimakvenna. Regina Solhaug Fiabema í vörn Keflavíkur var ekki á sínum besta degi og átti þátt í þriðja markinu og gerir svo stór mistök í fjórða marki Þór/KA þegar sending mistekst niður á markmann. Þá fannst mér varnarlína Keflavíkur gefa mikið eftir í seinni hálfleik og gefa Þór/KA konum alltof mikin tíma við og í vítateignum sínum. Stemning og umgjörð Stemningin í Boganum var mjög góð, flottar ungar dömur á trommunum og liðin vel hvött áfram. Það sem dróg þetta kannski helst niður var að það var frábært veður útí, sól, heiðskýrt og 13 stiga hiti. Það hefði verið skemmtilegra að vera á Þórsvellinum en grasið lætur aðeins bíða eftir sér og Boginn stendur alltaf fyrir sínu. Dómarinn Allt dómarateymið stóð sig vel og fór ekkert fyrir þeim. Þær ákvarðarnir sem þurfti að taka voru í gott sem öllum tilfellum réttar. „Fáum alltof mikið af mörkum á okkur í síðari hálfleikjum“ Jonathan Glenn er þjálfari Keflavíkur.Vísir/Hulda Margrét „Fyrsti hálfleikur var mjög vel spilaður hjá okkur og mér fannst við sömuleiðis koma vel inn í seinni hálfleikinn þar til við fengum mark númer tvö á okkur. Mér fannst það hafa mikil áhrif á okkur og það var eins og allur vindur væri úr okkur. Það eyðilagði mómentið því mér fannst við hafa möguleikann á að ná inn jöfnunarmarki. Eftir þetta mark tvö að þá tók Þór/KA yfir leikinn,“ sagði Jonathan Glenn þjálfari Keflavíkur eftir 4-0 tap gegn Þór/KA á Akureyri í kvöld. Keflavík hefur sýnt mjög flottar frammistöður í þeim leikjum sem þær hafa spilað undanfarið en verið að fá of mörk á sig í seinni hálfleikjunum. „Í leikjunum sem við höfum verið að spila að þá erum við að fá alltof mikið af mörkum á okkur í síðari hálfleik. Ég er ekki að átta mig á því hvað það er, hvort það sé að við séum að missa einbeitinguna eða hvort við séu orðnar þreyttar. Þetta er eitthvað sem við verðum að skoða. Við þurfum að vinna í því að hætta að fá á okkur þessi mörk í seinni hálfleik eftir svona góðan fyrri hálfleik.“ Eftir að Þór/KA skoraði mark tvö að þá fylgdu fljótt í kjölfarið tvö mörk í viðbót en fyrir það hafði vörn Keflavíkur haldið nokkuð vel. „Eftir mark númer tvö að þá held ég að við höfum bara misst trúna og fáum á okkur tvö í viðbót. Við erum að fara gegnum erfiða tíma þar sem við höfum ekki náð í sigur og það er nú þannig að stundum þegar það rignir að þá verður hellidemba. Allir 50-50 boltar falla til þeirra til dæmis í seinni hálfleik.“ Keflavík vermir botnsætið og er án stiga eftir fimm leiki en Glenn segir liðið eiga nóg inni og sigrarnir fari að koma. Þá hefur liðið spilað gegn Þór/KA, Val og Breiðablik en þetta eru þau lið sem eru í þremur efstu sætunum eins og er.
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn
Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Íslenski boltinn