Munu lappa upp á vatnspóstinn í Aðalstræti Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2024 07:53 Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði fram tillögu um að vatnspósturinn yrði endurgerður. Það hefur fengist samþykkt og er boltinn nú hjá Borgarsögusafni. Vísir/Vilhelm Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hafinn verði undirbúningur að endurgerð gamla vatnspóstsins í Aðalstræti með það að markmiði að koma honum í viðunandi horf. Vatnspósturinn hefur drabbast verulega niður síðustu ár. Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í síðustu viku, en það var Stefán Pálsson, fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, sem lagði fram upphaflegu tillöguna. Borgarstarfsmenn söguðu handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu.Vísir/Vilhelm Má muna fífil sinn fegurri Í breytingartillögu fulltrúa meirihlutans segir að Borgarsögusafni verði falið að leiða vinnuna sem feli í sér að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun. Ennfremur segir í bókun fulltrúa meirihlutans að vatnspósturinn í Aðalstræti sé skemmtilegt tákn um horfna lifnaðarhætti í borginni sem sæki aðdráttarafl sitt ekki síst í nálægð við náttúruöflin, hreint vatn, náttúruböð og upphitaðar almenningssundlaugar. „Vatnspósturinn má muna sinn fífil fegurri og er hér samþykkt að hefja undirbúning að endurgerð hans með gerð kostnaðaráætlunar og í kjölfarið tillögu að framkvæmdaáætlun,“ segir í bókuninni. Svona hefur ástandið á plasthleranum verið um margra ára skeið.Vísir/Vilhelm Setti skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin Í upprunalegri tillögu Stefáns, sem er sagnfræðingur að mennt, segir að í ár séu 180 ár liðin frá því að þá eina starfandi prentsmiðja landsins hafi verið flutt úr Viðey og til Reykjavíkur í tengslum við endurreisn Alþingis. „Landsprentsmiðjan, sem svo nefndist, var starfrækt í Aðalstræti næstu áratugina. Í tengslum við prentsmiðjuna þurfti að stækka aðalvatnsból Kvosarinnar og var setur á það vatnspóstur, sem almennt var kallaður „Prentsmiðjupósturinn“. Höfðu Reykvíkingar lengi fyrir satt að brunnur landnámsmannsins Ingólfs hefði verið á þessum sama stað, þótt um það verði ekkert vitað með vissu. Tími kominn á að endurgera vatnspóstinn.Vísir/Vilhelm Fyrir nokkrum áratugum var gamli Prentsmiðjubrunnurinn grafinn út að nýju, á hann settur gegnsær plasthleri, lýsing útbúin í brunninum og komið upp vatnspósti með handdælu í nítjándu aldar stíl. Setti vatnspósturinn skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin. Óhætt er að segja að brunnurinn og vatnspósturinn hafi mjög látið á sjá í seinni tíð. Lýsingin hefur að mestu eða öllu leyti geispað golunni, plasthlerinn er svo máður að erfitt er að horfa í gegnum hann, auk þess sem móða situr sífellt á innanverðum hleranum. Vatnspósturinn sjálfur er gauðryðgaður og skellóttur. Þá munu óþarflega vaskir borgarstarfsmenn hafa sagað handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu. Löngu er orðið tímabært að þessar skemmtilegu söguminjar fái andlitslyftingu,“ sagði í greinargerð Stefáns með tillögunni um að endurgera vatnspóstinn. Vatnspósturinn í Aðalstræti.Vísir/Vilhelm Reykjavík Borgarstjórn Menning Vatn Styttur og útilistaverk Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í síðustu viku, en það var Stefán Pálsson, fulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, sem lagði fram upphaflegu tillöguna. Borgarstarfsmenn söguðu handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu.Vísir/Vilhelm Má muna fífil sinn fegurri Í breytingartillögu fulltrúa meirihlutans segir að Borgarsögusafni verði falið að leiða vinnuna sem feli í sér að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið tillögu að tímasettri framkvæmdaáætlun. Ennfremur segir í bókun fulltrúa meirihlutans að vatnspósturinn í Aðalstræti sé skemmtilegt tákn um horfna lifnaðarhætti í borginni sem sæki aðdráttarafl sitt ekki síst í nálægð við náttúruöflin, hreint vatn, náttúruböð og upphitaðar almenningssundlaugar. „Vatnspósturinn má muna sinn fífil fegurri og er hér samþykkt að hefja undirbúning að endurgerð hans með gerð kostnaðaráætlunar og í kjölfarið tillögu að framkvæmdaáætlun,“ segir í bókuninni. Svona hefur ástandið á plasthleranum verið um margra ára skeið.Vísir/Vilhelm Setti skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin Í upprunalegri tillögu Stefáns, sem er sagnfræðingur að mennt, segir að í ár séu 180 ár liðin frá því að þá eina starfandi prentsmiðja landsins hafi verið flutt úr Viðey og til Reykjavíkur í tengslum við endurreisn Alþingis. „Landsprentsmiðjan, sem svo nefndist, var starfrækt í Aðalstræti næstu áratugina. Í tengslum við prentsmiðjuna þurfti að stækka aðalvatnsból Kvosarinnar og var setur á það vatnspóstur, sem almennt var kallaður „Prentsmiðjupósturinn“. Höfðu Reykvíkingar lengi fyrir satt að brunnur landnámsmannsins Ingólfs hefði verið á þessum sama stað, þótt um það verði ekkert vitað með vissu. Tími kominn á að endurgera vatnspóstinn.Vísir/Vilhelm Fyrir nokkrum áratugum var gamli Prentsmiðjubrunnurinn grafinn út að nýju, á hann settur gegnsær plasthleri, lýsing útbúin í brunninum og komið upp vatnspósti með handdælu í nítjándu aldar stíl. Setti vatnspósturinn skemmtilegan svip á götumyndina fyrstu árin. Óhætt er að segja að brunnurinn og vatnspósturinn hafi mjög látið á sjá í seinni tíð. Lýsingin hefur að mestu eða öllu leyti geispað golunni, plasthlerinn er svo máður að erfitt er að horfa í gegnum hann, auk þess sem móða situr sífellt á innanverðum hleranum. Vatnspósturinn sjálfur er gauðryðgaður og skellóttur. Þá munu óþarflega vaskir borgarstarfsmenn hafa sagað handfangið af póstinum fyrir meira en aldarfjórðungi að kröfu verslunareiganda í nágrenninu. Löngu er orðið tímabært að þessar skemmtilegu söguminjar fái andlitslyftingu,“ sagði í greinargerð Stefáns með tillögunni um að endurgera vatnspóstinn. Vatnspósturinn í Aðalstræti.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Borgarstjórn Menning Vatn Styttur og útilistaverk Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira