Handbolti

Blaða­manna­fundur fyrir úr­slita­leik Vals í Evrópu­bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Valsmenn eru bikarmeistarar en geta nú bætt öðrum titli við.
Valsmenn eru bikarmeistarar en geta nú bætt öðrum titli við. Vísir/Hulda Margrét

Það er mikið undir hjá Valsmönnum um helgina og þeir hittu fjölmiðlamenn í aðdraganda eins stærsta leiks í sögu félagsins.

Valsmenn eru fyrsta íslenska liðið í 44 ár til að spila til úrslita í Evrópukeppni og um helgina fer fyrri úrslitaleikurinn fram.

Valur fær þá gríska liðið Olympiacos í heimsókn og þarf að ná góðum úrslitum fyrir seinni leikinn út í Grikklandi eftir viku.

Valsliðið hefur unnið alla tólf leiki sína til þessa í keppninni en átta þeirra hafa verið á útivelli.

Íslenskt félagslið hefur aldrei unnið Evrópukeppni í boltagreinum og Valsmenn eru því í dauðafæri til að skrifa nýjan kafla í söguna.

Valsmenn héldu blaðamannafund fyrir leikinn og það má horfa á hann hér fyrir neðan. 

Leikurinn við Olympiacos er klukkan 17.00 á laugardaginn og fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×