Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Loki frá Selfossi allur

Kynbótahesturinn Loki frá Selfossi hefur verið felldur eftir að hann slasaðist illa á afturfæti. Loki var einn þekktasti gæðingur landsins og átti fjölda afkvæma sem hafa gert það gott.

Innlent
Fréttamynd

Minnstu munaði að Rico hefði látið lífið

Sergio Rico, markvörður París Saint-Germain, var hársbreidd frá því að láta lífið eftir að falla af hestbaki í maí síðastliðnum. Enn er óvíst hvort hann geti snúið aftur á völlinn en hann fær þó bráðlega að halda heim á leið.

Fótbolti
Fréttamynd

Tveir knapar reknir úr lands­liðs­hópnum

Tveir knapar, Jóhann Rúnar Skúlason og Konráð Valur Sveinsson, hafa verið reknir úr íslenska landsliðshópnum í hestaíþróttum. Að sögn formanns Landssambands hestamanna gæti Konráð, sem er ríkjandi heimsmeistari, átt afturkvæmt bæti hann hegðun sína.

Innlent
Fréttamynd

Bíða með brokkið vegna bongó­blíðu

Ákveðið var að fresta hestamannamóti hestamannafélagsins Freyfaxa, sem halda átti í dag á Héraði, vegna hita. „Svona er þetta bara bara hérna fyrir austan, menn þurfa ekkert að kaupa sér miða til Tenerife,“ segir formaður félagsins.

Sport
Fréttamynd

Skelkuð hross í sjálf­heldu

Í desember árið 2006 flæddu Hvítá, og Litla- og Stóra Laxá yfir bakka sína með þeim afleiðingum að stórt landsvæði á Suðurlandi var þakið vatni. Þá sást að það er engin tilviljun að bæjarstæði á þessu svæði eru jafnan á hæðum og hólum því að bæirnir litu margir út fyrir að standa á litlum eyjum.

Lífið
Fréttamynd

Sóttu slasaða hesta­konu á Vala­hnúka

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til upp úr klukkan tíu í kvöld vegna konu sem hafði fallið af hestbaki við Valahnúka í Hafnarfirði. Verið er að flytja konuna á bráðamóttöku en hún er ekki alvarlega slösuð.

Innlent
Fréttamynd

ESA segir reglur um vernd dýra brotnar með blóðmerahaldi

Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) segir Íslendinga brjóta gegn reglum EES um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni með blóðmerahaldi. Stofnunin sendi formlegt áminningarbréf til Íslands í dag þar sem kallað er eftir því að reglunum verði fylgt.

Innlent
Fréttamynd

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum hefur sjaldan verið glæsilegri

Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum er hápunktur hestamennskunnar á þessum árstíma og má svo sannarlega segja að hún hafi sjaldan verið glæsilegri. Ótrúlega flott tilþrif hafa sést á hverju keppniskvöldi og stemningin verið sérstaklega góð meðal áhorfenda, keppenda og allra þeirra sem koma að keppninni.

Samstarf
Fréttamynd

95 ára sprækur hestamaður

Góður hestur á að vera geðgóður, viljugur og gangrúmur, segir 95 ára gamall hestamaður, sem slær ekki slöku við í hestamennskunni. Hann tók sér frí að fara á hestbak eftir Covid en ætlar að drífa sig aftur á bak í vor.

Innlent
Fréttamynd

Vill á hrossi yfir Þorskafjörð áður en hún ekur yfir brúna

Brúarsmiðir í Þorskafirði eru búnir að ná landi beggja vegna fjarðar og flæða sjávarföll núna óhindrað undir sjálfa brúna. Bóndi í sveitinni, sem jafnframt er formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, vill fyrst fara á hrossi yfir fjörðinn en segist mest hlakka til að losna við auruga malarvegina.

Innlent
Fréttamynd

Aðalheiður og Flóvent endurtaka leikinn

Aðalheiður og Flóvent eru sigurvegarar í slaktaumatölti Meistaradeildar Líflands 2023 en keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum fór fram í HorseDay höllinni Ingólfshvoli 9. febrúar síðastliðinn. Margir sterkir hestar voru skráðir til leiks og því miklar væntingar gerðar til kvöldsins.

Samstarf
Fréttamynd

„Ég kann ekkert að vera einhleypur“

„Maður er karlmaður sem dansar aldrei og segir bara nei við kvenfólk þegar maður á að fara út á gólf. En nú er það bara allt breytt og nú hef ég bara gaman af því að dansa,“ segir leikarinn Hilmir Snær Guðnason um harðar dansæfingar fyrir hlutverk sitt í leikritinu Mátulegir í Borgarleikhúsinu.  

Lífið
Fréttamynd

Níðstangargrín fór öfugt ofan í hestafólk og ekki bætti annállinn úr skák

Formaður Landssambands hestamanna segir hestafólk almennt ekki geta hlegið að gríni þess efnis að kaupa eigi fallegan hest til þess eins að saga af honum hausinn. Formaðurinn tjáir sig í tilefni atriðis í Áramótaskaupinu þetta árið. Hann ítrekar áhyggjur af ofbeldi sem þrífist í starfsemi Sólsetursins. Þá er hestafólk svekkt að ekkert hafi verið fjallað um Landsmót hestamanna í íþróttaannál RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Tókst ekki að sanna að hross væri hrekkj­ótt

Ung kona sem höfðaði mál til heimtu skaðabóta vegna alvarlegs reiðslyss, sem hún lenti í þegar hún var sextán ára gömul, fær engar bætur úr hendi eiganda hrossins. Ekki taldist sannað að hrossið væri hrekkjótt.

Innlent
Fréttamynd

Jarð­vegs­baktería lík­lega valdið hóp­sýkingu í hestunum

Allt bendir til þess að jarðvegsbaktería hafi valdið hópsýkingu í hestum í hrossastóði á Suðurlandi og hesthúsi sömu eigenda á höfuðborgarsvæðinu. Hrossin voru rekin saman fyrir tveimur vikum þegar þau voru sprautuð með ormalyfi. Hrossin voru í góðu ástandi og umhirða þeirra til fyrirmyndar

Innlent
Fréttamynd

Rann­saka al­var­legan sjúk­dóm sem herjar á hesta

Matvælastofnun og tilraunastöð Háskóla Íslands á Keldum rannsaka nú óþekktan sjúkdóm sem kom upp í hópi hrossa í mánuðinum. Sjúkdómurinn er sagður alvarlegur en hann veldur háum hita og miklum bjúg. Hestafólk er hvatt til að vera vakandi fyrir einkennum í hrossum sínum.

Innlent