Hestar

Hestar

Fréttir af hestamennsku og þættir af Stöð 2 Sport.

Fréttamynd

Rangfærslur Ísteka

Í Reykjavík síðdegis þann 17.11.2022 var tekið viðtal við Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóra Ísteka, um blóðmerahald fyrirtækisins. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) vilja koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum við málflutning framkvæmdastjórans.

Skoðun
Fréttamynd

Flestir umsagnaraðilar fylgjandi banni við blóðmerahaldi

Fimmtán umsagnir bárust um endurflutt frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi en umsagnarfresturinn rann út í gær. Langflestir sem sendu inn umsögn eru fylgjandi banninu og fordæma meðferð hrossanna, meðal annars hversu mikið blóð sé tekið á skömmum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýja­bæ

Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 

Innlent
Fréttamynd

Að hræðast ekki þótt maður sé kominn djúpt í laugina og ekki alveg syndur

„Frægasta tískubúð á Íslandi fyrr og síðar var Sesar á Akureyri. Þar tókst mér að selja 20 þúsund gallabuxur í 10 þúsund manna bæ á sínum tíma. Saga mín í viðskiptum spannar marga áratugi og er ansi ótrúleg á köflum. Það hafa ekki alltaf verið jólin, en með þrautseigju, einstöku samstarfsfólki, góðum viðskiptafélögum og jákvæðni er staðan í dag frábær,“ segir hinn nær áttræði, framkvæmdaglaði Herbert Óskar Ólafsson, betur þekktur sem Kóki, sem rekur reiðtygja og reiðfataframleiðsluna Top Reiter, að líkindum þá stærstu í íslenska hestaheiminum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

MAST neitaði að selja van­rækta hesta

Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra krefur MAST svara um velferð dýra

Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits þeirra og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur vaknar um að umráðamenn uppfylli ekki ákvæði laga þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku

„Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti.

Innlent
Fréttamynd

Hin hrossin send aftur til eig­enda

Þrettán hross í Borgarfirði voru aflífuð af Matvælastofnun (MAST) í gær vegna alvarlegs ástands. Önnur hross reyndust vera í ásættanlegum holdum og var skilað til umráðamanns. Tíu þeirra eru þó sögð vera í viðkvæmu ástandi.

Innlent
Fréttamynd

Efast um hæfi MAST

Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er svo mikill hryllingur“

Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 

Innlent
Fréttamynd

Til Svan­dísar Svavars­dóttur mat­væla­ráð­herra

Sæl Svandís, ég er að setja mig í samband við þig vegna dýraníðs í Borgarfirði. Þú hefur örugglega heyrt af þessu máli í fjölmiðlum. Steinunn Árnadóttir benti á þetta og hefur fylgt málinu eftir. MAST gerir ekkert. Lögreglan og dýraeftirlitsmaður á svæðinu gerir ekkert.

Skoðun
Fréttamynd

„Gjörningur einhvers níðings og mannleysu“

Ör var skotið um 15 sentimetra inn í læri hests frá Tjarnabyggð skammt frá Selfossi. Eigendum er verulega brugðið og segja þetta vekja óöryggi á heimilinu. Búið er að kæra atvikið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Íslenski hesturinn á forsíðu New York Times

Hesturinn Stormur, sem er blesóttur, níu vetra verður heimsfrægur á morgun, því hann prýðir forsíðu New York Times Magazine blaðsins, sem kemur þá út. 150 milljónir manna eru áskrifendur af blaðinu á netinu, og blaðið verður líka gefið út í milljónum prentaðra eintaka.

Lífið
Fréttamynd

Um 300 hross í Laufskálarétt í dag

Um þrjú þúsund manns eru nú í Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði en hrossin í réttinni eru þó ekki nema um þrjú hundruð. Dagurinn endar á réttarballi í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Rækta eitt óvenjulegasta afbrigði íslenska hestsins

Litförótt heitir eitt óvenjulegasta litaafbrigði íslenska hestsins en í því felst að hesturinn skiptir litum fjórum sinnum á ári. Litaafbrigðið var talið í hættu á að deyja út þegar hrossabændur hófu að reyna að bjarga því.

Innlent
Fréttamynd

Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit

Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu.

Innlent