Lífeyrissjóðir afar spenntir en Steingrímur vill ekki selja Rúmlega eitt hundrað milljarðar króna gætu fengist fyrir þriðjungshlut í Landsvirkjun og lífeyrissjóðirnir eru spenntir fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu. Fjármálaráðherra segir það hins vegar ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Viðskipti innlent 20. desember 2011 18:31
"Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu" ræður ekki við dollar "Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Viðskipti innlent 19. desember 2011 22:00
"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. Viðskipti innlent 19. desember 2011 21:00
Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. Viðskipti innlent 19. desember 2011 20:37
Tekur vel í hugmyndir um að selja hluta af Landsvirkjun Efnahags- og viðskiptaráðherra er spenntur fyrir því að selja 30 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna og fara þar með blandaða leið eignarhalds á fyrirtækinu, svipað og Norðmenn hafi gert með Statoil. Hann segir að það muni hjálpa fyrirtækinu til lengri tíma að afnema ríkisábyrgð á lánum þess. Viðskipti innlent 17. desember 2011 19:00
Amer Sports kaupir Nikita Sportvörurisinn Amer Sports hefur keypt íslenska fyrirtækið Nikita. Aðalheiður Birgisdóttir stofnaði Nikita fyrir ellefu árum og hefur stýrt því en fyrirtækið framleiðir snjóbretta og tískufatnað með áherslu á vörur fyrir konur. Hjá Nikita starfa á fjórða tug manna, þar af þar af 8 í hönnun, vöruþróun og framleiðslu. Ársvelta Nikita nemur um 1,2 milljarði króna að því er fram kemur í frétt um málið á Reuters. Kaupverð kemur ekki fram í fréttinni. Viðskipti innlent 16. desember 2011 19:00
Steingrímur vill selja hluta Landsbankans gegnum Kauphöllina Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur æskilegt að einhver hluti ríkisbankans Landsbankans verði seldur almenningi í gegnum Kauphöll Íslands. Þá telur Steingrímur rétt að selja eignarhluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka gegnum Kauphöllina. Viðskipti innlent 11. desember 2011 19:30
Segir Árna Pál "atorkusaman" og vill ekki sjá Icesave aftur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að yfirstjórn á efnahagsmálum þurfi að vera á einum stað. Hann segir Árna Pál Árnason, "atorkusaman mann" en þeir hafi ekki alltaf verið sammála um alla hluti. Viðskipti innlent 10. desember 2011 20:15
"Að fara undir evrópskt pils“ mun ekki auka ábyrgðarkennd Íslendinga Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist eiga mjög erfitt með að sjá að samningur við ESB yrði þannig að hann myndi breyta þeirri grundvallarafstöðu sinni að Íslandi sé betur borgið utan ESB. Hann segir ekki aðeins praktísk rök, þ.e kalt hagsmunamat, ráða viðhorfum sínum, heldur einnig lífsgildi. Viðskipti innlent 10. desember 2011 19:00
Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. Viðskipti innlent 10. desember 2011 18:30
Nikita sækir á nýja markaði Stofnandi íslenska fyrirtækisins Nikita hefur ákveðið að stækka við sig og sækja á nýja markaði þrátt fyrir að fjölmargir samkeppnisaðilar hafi neyðst til að loka búðum sínum víða um heim í kjölfar efnahagsþrenginga. Viðskipti innlent 27. nóvember 2011 18:29
Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. Viðskipti innlent 21. nóvember 2011 09:30
Íslandsbanki búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. Viðskipti innlent 20. nóvember 2011 21:30
Ætlar ekki að vera bankamaðurinn sem hlustaði ekki "Ég setti mér þá reglu eftir að ég tók við þessu starfi að taka öllum svona hugmyndum vel," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, um hugmyndir um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi í nýjasta þætti Klinksins. Viðskipti innlent 20. nóvember 2011 20:30
Stærstir í upplýsingatækni og á leið í Kauphöllina Skýrr verður tilbúið í skráningu í Kauphöllina á næsta ári, segir Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr en Framtakssjóður Íslands er stærsti hluthafi fyrirtækisins í dag, sem er það 9. stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndunum. Viðskipti innlent 16. nóvember 2011 20:00
Skýrr kaupir allt hlutafé í Thor Data Center Skýrr, sem er orðið níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtæki á Norðurlöndunum, hefur fest kaup á öllu hlutafé í gagnaverinu Thor Data Center af félagi í eigu Skúla Mogensen og fleirum. Forstjóri Skýrr sér mikla möguleika í sameiningu fyrirtækjanna. Viðskipti innlent 16. nóvember 2011 18:30
Símarnir sjálfir geti hjálpað Alzheimer-sjúklingum Magnús Oddsson, nýtæknikönnuður og verkfræðingur hjá Össuri, er gestur í Klinkinu, umræðuþætti um efnahagsmál, á viðskiptavef Vísis. Magnús segir að miklir möguleikar séu á því að efla framfarir í heilbrigðisgeiranum með samvinnu fólks sem hefur ólíka þekkingu, t.d. milli verkfræðinga og lækna. Viðskipti innlent 10. nóvember 2011 20:30
Vilborg í Mentor: Fésbókin getur nýst við nám "Við getum ekkert lokað á þessar breytingar sem eru að verða í heiminum," segir Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors í nýjasta þætti Klinksins, um þá tilhneigingu sem gætir í menntakerfinu að amast við vefsíðum eins og Fésbókinni og öðrum slíkum. Viðskipti innlent 4. nóvember 2011 09:30
Þorvarður: Ekki verið að gefa mönnum peninga Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, segir sjávarútveginn á Íslandi hafa fengið minna afskrifað heldur en margar aðrar atvinnugreinar. Viðskipti innlent 31. október 2011 20:30
Getur eyðilagt sjávarútveginn Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, segir að breyting á stjórnkerfi fiskveiða, í takt við framlögð frumvörp þar um, geti haft gríðarlega mikil áhrif á sjávarútveginn til hins verra og í reynd "eyðilagt hann“. Viðskipti innlent 31. október 2011 14:42
Orri Hauksson: "Eigum fjóra heimsmeistara í heilbrigðistækni" Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að íslensk líf- og heilbrigðistæknifyrirtæki séu í örum vexti, þótt það fari ekki hátt. Hann segir að Íslendingar eigi fjóra heimsmeistara í heilbrigðistækni. Viðskipti innlent 28. október 2011 14:30
"Algjörlega galið" að auka ríkisútgjöld í uppsveiflunni Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Seðlabankinn hafi verið í erfiðri stöðu fyrir hrun því aðhald í ríkisfjármálum hafi verið lítið. Hann segir það hafa verið "algjörlega galið“ að auka ríkisútgjöld á árinu 2007 í einni mestu uppsveiflu sögunnar, en þá var Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með Samfylkingunni. Þetta kom fram í viðtali við Orra en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu á viðskiptavef Vísis og Stöðvar 2. Viðskipti innlent 28. október 2011 13:29
Orri Hauksson: Menn of ragir að afnema höftin Martin Wolf, aðalhagfræðingur Financial Times og einn af leiðarahöfundum blaðsins, sagði á ráðstefnu VÍB í gær að það væri ekkert kappsmál endilega að aflétta höftunum strax. Talaði hann um 3-5 ára tímaramma í því samhengi. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að Wolf hafi mikla vigt, en menn megi ekki taka öllu sem útlendingar segja sem heilögum sannleik. Viðskipti innlent 27. október 2011 19:45
"Við misstum tíma og stjórnvöld hafa klárlega spilað stóra rullu" Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að stjórnvöld hafi tapað dýrmætum tíma til að örva fjárfestingar á Íslandi að skapa skilyrði hagvaxtar. Þetta kom fram í viðtali við Orra í nýjasta þættinum af Klinkinu, spjallþætti um viðskipti og efnahagsmál á viðskiptavef Stöðvar 2 og Vísis. Viðskipti innlent 27. október 2011 19:00
Evrópusambandið stórmál í nýjum flokki "Mér finnst þetta stórmál," segir Guðmundur Steingrímsson um aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Viðskipti innlent 24. október 2011 21:15
Fyrirvari við samstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn "Mér finnst ég geta sagt að mér finnst Sjálfstæðisflokkurinn þurfa að ganga í gegnum miklu róttækara endurmat áður en hann verður fýsilegur samstarfsaðili," segir Guðmundur Steingrímsson, spurður hvort hann sjái frekar fyrir sér samstarf nýs flokks hans við stjórnmálaflokka á vinstri vængnum eða hægri. Viðskipti innlent 24. október 2011 20:30
Sprengja þegar kjósendur fá að sjá framan í frambjóðendur Þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson er gestur nýjasta þáttar Klinksins á Vísi, og ræðir þar um áherslur og möguleika nýs framboðs sem hann vinnur nú að því að stofna ásamt Heiðu Kristínu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Besta flokksins og fleirum, sem hann vill þó ekki nefna. Viðskipti innlent 24. október 2011 19:00
Risarnir leiða ótrúlegan uppgang Hugbúnaðargeirinn á heimsvísu hefur farið í þveröfuga átt við hagkerfi heimsins undanfarin ár. Mikill uppgangur einkennir geirann og þá ekki síst rekstur risanna sem leitt hafa hækkarnir hugbúnaðarfyrirtækja á hlutabréfamörkuðum, Apple og Google. Viðskipti innlent 23. október 2011 16:15
Góð í að búa til hugbúnað en ekki að selja hann Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri Datamarket, segir að hugbúnaðargeirinn á Íslandi sé fyllilega samanburðarhæfur við önnur lönd þegar kemur að forritun og gæðum framleiðslunnar. Hins vegar sé staðan ekki eins góð þegar kemur að sölu- og markaðsstarfi. Viðskipti innlent 23. október 2011 09:54
Óhjákvæmileg áhrif hér á landi Aðlögun hagkerfisins að breyttum veruleika verður aldrei sársaukalaus en til lengri tíma er hún nauðsynleg. Fólk sem missir vinnuna, t.d. hjá opinberum fyrirtækjum, mun með tímanum vonandi fá næg verkefni til verðmætasköpunar fyrir hagkerfið. Viðskipti innlent 17. október 2011 15:46