RAX Augnablik

RAX Augnablik

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson segir sögurnar á bak við myndirnar sem hann tók, fólkið sem hann hitti og allar ævintýralegu aðstæðurnar sem hann hefur lent í.

Fréttamynd

„Við förum bara þegar þú kemur næst“

Ragnar Axelsson ljósmyndari hitti fyrst Halldór Agnar Jónasson á sjúkrahúsinu á Akureyri. Halldór, betur þekktur sem Dóri, var þá með Covid-19 og barðist fyrir lífi sínu. Hann sagði við RAX að hann hafði valið að fara ekki í öndunarvél, taldi að hann myndi ekki lifa það af.

Menning
Fréttamynd

„Eins og að vera einn í heiminum“

Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni.

Menning
Fréttamynd

RAX Augnablik: Folaldið sem dansaði í Sandey

„Ég fer oft til Færeyja og árið 1989 fór ég í enn eina ferðina og fór út í Sandey. Ég frétti af manni þar, Jónasi Madsen, sem að spilaði á munnhörpu fyrir kindurnar sínar og hestana. Mig langaði að sjá hvernig þetta færi fram,“

Menning
Fréttamynd

RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“

„Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: Situr í manni alla ævi

„Eitthvað það erfiðasta sem maður lendir í sem fréttaljósmyndari er þegar það verða slys, svona hörmungar eins og snjóflóðin á Flateyri og Súðavík. Það er eiginlega ekkert erfiðara til, það situr í manni alla ævi,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: Þarf að athuga hvort maður er á lífi

Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá fyrstu kynnum sínum af Kristni fjallkóngi og smalamennsku á fjöllum. RAX var alls ekki vinsæll eftir hegðun sína í þessari fyrstu ferð, enda fór hann þvert á fyrirmælin sem honum hafði verið gefin.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: Eins og að fara hundrað ár aftur í tímann

Árið 1988 dvaldi Ragnar Axelsson í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum eins og Árna Dal, Oliviu, Guttormi og Símoni. RAX leið eins og hann væri staddur í leikriti.

Lífið
Fréttamynd

RAX Augnablik: „Allt var eins nema hann“

Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson, RAX, heimsótti þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997 og náði þar einstökum myndum. Þar á meðal var mynd af nýfæddum litlum dreng sem birtist svo nokkrum árum seinna í bók hans Andlit norðursins.

Lífið
Fréttamynd

Gátan um frakka Ronalds Reagan á Bessastöðum

Þegar Frú Vigdís Finnbogadóttir og Ronald Reagan hittust fyrir leiðtogafundinn í höfða, náði Ragnar Axelsson ljósmyndari af þeim einstökum myndum. Vel fór á með forsetunum en frakki Reagan vakti bæði athygli ljósmyndarans sem og annarra sem voru þar viðstaddir.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er leit alla ævi“

Fjörutíu og sex ár eru síðan að Ragnar Axelsson, RAX, hóf störf sem ljósmyndari og er óhætt að segja að hann hafi komið víða við á ferlinum og tekið hverja snilldarmynd á eftir annarri.

Lífið
Fréttamynd

Þakklátur fyrir að fá að segja sögurnar á bak við augnablikin

Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, segist vera smámunasamur og fer oft margar ferðir á sama staðinn til að ná réttu myndinni. Í nýjum þáttum segir hann frá sínum þekktustu ljósmyndunum og öllu því sem hann lagði á sig til þess að fanga þau augnablik.

Lífið
Fréttamynd

Viðurkenning á mikilvægi þessa mynda

Ljósmyndarinn Ragnar Axelson hefur gengið til liðs við Vísi. Hann var í dag tilnefndur til Leica ljósmyndaverðlaunanna fyrir verkefnið Arctic Heroes – Where the world is melting

Lífið