Hendrik Hermannsson bráðkvaddur Hendrik Björn Hermannsson veitingamaður er látinn en hann var aðeins 49 ára gamall. Hendrik varð bráðkvaddur, hann hneig niður um hádegi á mánudag og tókst ekki að hnoða í hann lífi en sjúkrabíll fór með hann til móts við sjúkraþyrlu. Innlent 22. maí 2024 11:50
Ingu Tinnu hjá Dineout gjörsamlega ofboðið Forstjóra Dineout er gjörsamlega ofboðið vegna fullyrðinga samkeppnisaðilans Noona ehf. þess efnis að Dinout blóðmjólki veitingastaði með markaðstorgi sínu. Það sé fjarri lagi og þá taki Dinout engin bókunargjöld af veitingastoðum sem noti bókunarviðmót Dinout. Þá sé ekki hægt að bera saman Booking.com og Dineout. Viðskipti innlent 21. maí 2024 17:04
Segja markaðstorg blóðmjólka fyrirtæki Bókunarforritið Noona hefur opnað fyrir veitingahúsabókanir. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja markaðstorg, sem innheimti gjald af hverri bókun, freistast til að blóðmjólka veitingahús sem eigi þegar í vök að verjast vegna annarra verðhækkana. Viðskipti innlent 20. maí 2024 16:04
Fyrsti takóstaðurinn sem fær Michelin-stjörnu Mexíkóski takóstaðurinn Tacos El Califa de León í San Rafael hverfinu í Mexíkóborg, hlaut nýverið Michelin-stjörnu, en staðurinn er sextándi veitingastaður landsins sem hlýtur þessa eftirsóttu nafnbót. Matur 19. maí 2024 15:56
Ætlar að gera Grillhúsið að heitasta staðnum í Borgarnesi Örvar Bessason er reynslumikill matreiðslumaður til sjós og lands. Hann lærði sjókokkinn fyrir um 30 árum og starfaði sem kokkur á frystitogurum árum saman. Þess á milli vann hann á veitingastöðum í landi. Hans næsta verkefni er að gera Grillhúsið í Borgarnesi að heitasta veitinga- og samverustaðnum í Borgarnesi. Viðskipti innlent 13. maí 2024 14:45
Eigendur TGI Fridays kaupa Grillhúsið Helgi Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgir Skúlason hafa fest kaup á Grillhúsinu sem rekur veitingastaði á Laugavegi og Sprengisandi í Reykjavík. Þá hefur hópur fjárfesta undir forystu Örvars Bessasonar keypt Grillhúsið í Borgarnesi. Viðskipti innlent 13. maí 2024 14:03
Sötrað á Kalda í tíu ár Fullt var út úr dyrum á Kalda bar síðastliðið laugardagskvöld þar sem skálað var fyrir tíu ára afmæli staðarins. Bjórsmakk, jazztónlist og dans var í aðalhlutverki þegar tímamótunum var fagnað í blíðskaparveðri í miðbænum. Lífið 8. maí 2024 09:01
Endurgerðu Síðustu kvöldmáltíðina eftir síðustu pylsuna Nemendur við Listaháskóla Íslands ráku endahnút á áralanga hefð í dag. Þá fengu þau sér sína hundruðustu, og jafnframt síðustu, pylsu sem nemendur skólans. Lífið 6. maí 2024 22:13
Ballið búið fyrir fullt og allt á B5 Dyrunum að skemmtistaðnum B5 hefur verið skellt í lás í hinsta sinn. Eigandi segist nú beina sjónum alfarið að rekstri skemmtistaðarins Exit, og fjörið haldi áfram þar. Viðskipti innlent 6. maí 2024 21:55
Vinskapurinn og gleðin staðið upp úr Kaldi bar fagnar tíu ára afmæli í dag og var haldið upp á tímamótin með pompi og prakt. Eigandi staðarins segir vinskapurinn standa upp úr þegar litið er yfir farinn veg. Lífið 4. maí 2024 21:16
Hyggjast renna fimmtíu íslenskum lögum inn í karaokívélarnar Afþreyingar- og veitingastaðurinn Oche sem opnar í Kringlunni í sumar verður fyrsti staðurinn í heiminum með íslensk karaoke lög í boði. Þetta er fullyrt í tilkynningu frá aðstandendum staðarins. Lífið 3. maí 2024 12:55
„Helvíti fínt“ að komast aftur á Papa's Pizza Veitingastaður og bakarí opnuðu á ný í Grindavík í dag. Einn eigenda veitingastaðarins vill opna bæinn fyrir öllum sem vilja koma og losna við lokunarpósta sem gagnist engum. Innlent 2. maí 2024 19:21
Bakarí og veitingastaður opna í Grindavík á ný Veitingastaður og bakarí í Grindavík voru opnuð á ný í Grindavík í dag. Lögreglustjórinn telur viðbragðsaðila hafa ágætis tíma til að rýma bæinn komi til nýs eldgoss á svæðinu. Innlent 2. maí 2024 11:11
Lokar Önnu Jónu og segir það mikinn létti Haraldur Þorleifsson hefur lokað veitingastað sínum Önnu Jónu á Tryggvagötu. Hann segist enn vera að melta hlutina en segir ákvörðunina vera gríðarlega mikinn létti. Erfitt rekstrarumhverfi hafi spilað sinn þátt. Viðskipti innlent 2. maí 2024 09:26
Reynslunni ríkari og opnar Wilson‘s Pizza á ný Wilson‘s Pizza mun opna aftur á Íslandi á morgun eftir níu ára fjarveru á markaði. Staðurinn verður staðsettur í Minigarðinum í Skútuvogi í Reykjavík. Viðskipti innlent 23. apríl 2024 14:19
Mega koma til að snæða í Grindavík en aðeins í rútu Ferðamenn fá leyfi til þess að fara til Grindavíkur en eingöngu í skipulögðum rútuferðum á veitingastaði samkvæmt nýjum reglum sem lögreglan hefur gefið út. Aðkomufólki verður áfram bannað að ferðast á eigin vegum til bæjarins. Erlent 18. apríl 2024 19:13
Bassi Maraj og Patrekur í svínslegu stuði Veitingastaðurinn Sæta svínið fagnaði átta ára afmæli sínu miðvikudaginn 10. apríl þar sem tónlist, glimmer, sirkus og svínslegt stuð setti sterkan svip á viðburðinn. Fjöldi gesta mætti og samfögnuðu tímamótunum. Lífið 17. apríl 2024 09:00
Spánski verður Daisy Spánski barinn að Ingólfsstræti 8 mun heyra sögunni til. Í hans stað mun koma barinn Daisy, að sögn nýrra eigenda. Viðskipti innlent 16. apríl 2024 20:15
Óvenjumiklar sveiflur í neysluvenjum viðskiptavina Domino's Árið 2023 í rekstri Domino‘s litaðist af óvenjumiklum sveiflum í neysluvenjum fólks og krefjandi rekstrarumhverfis. „Það er ljóst að hækkun bæði verðbólgu og stýrivaxta hafði þau áhrif að viðskiptavinir leituðu í auknum mæli í ódýrari kosti á matseðli,” segir forstjóri Domino‘s. Innherji 16. apríl 2024 14:56
Bjóða ókeypis vín gegn því að símar séu læstir inni í skáp Á veitingastað í borginni Verona á Ítalíu býðst gestum ókeypis vínflaska með matnum gegn því að þeir læsi farsíma sína í skáp við komu á veitingastaðinn og afhendi þjóni lyklana. Matur 15. apríl 2024 21:34
Dyravörður á Hax handtekinn Dyravörður á skemmtistaðnum HAX í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í nótt, grunaður um líkamsárás. Lögregla var með mikinn viðbúnað vegna málsins en henni barst tilkynning um hugsanlega stunguárás og slagæðablæðingu. Svo reyndist þó ekki vera. Innlent 13. apríl 2024 10:39
Íslenskur veitingastaður slær í gegn í Danmörku Fyrir rúmum tveimur árum ákváðu Geir Magnússon og Elín Fjóla Jónsdóttir að rífa sig upp með rótum og flytja búferlum til Danmerkur ásamt fimm börnum. Þau voru ekki með neina fasta vinnu í hendi og renndu blint í sjóinn. Í dag reka þau veitingastaðinn Esja Bistro sem er orðinn þekktur sem „íslenski veitingastaðurinn“ í bænum Hobro á Jótlandi. Lífið 13. apríl 2024 10:00
Var orðinn blankur og veðjaði á litla, hrörlega húsið Lítið hús við Geirsgötu 1, sem nú hýsir hamborgarastaðinn Búlluna, var að hruni komið þegar Tómas Tómasson ákvað að hefja þar veitingarekstur árið 2004. Húsið er orðið eitt helsta kennileiti hafnarsvæðisins og á sér áhugaverða sögu. Lífið 11. apríl 2024 11:06
Gafst ekki upp Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson gefst ekki upp þó á móti blási. Hann sló í gegn með hönnunarfyrirtæki sínu JÖR sem hann stofnaði ásamt Gunnari Erni Petersen fyrir nokkrum árum. Lífið 5. apríl 2024 11:01
Óhefðbundinn páskamatseðill að hætti Sigurðar Laufdal á OTO Sigurður Laufdal, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins OTO við Hverfisgötu, deilir hér þriggja rétta óhefðbundnum páskamatseðli með lesendum Vísis. Réttirnir eru sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana og geta verið skemmtileg áskorun fyrir þá sem vilja prófa sig áfram í eldamennskunni. Lífið 27. mars 2024 15:01
Lok, lok og læs hjá Gló Veitingastaðnum Gló verður lokað í dag og lýkur þar með sautján ára rekstrarstögu hans. Gló hefur verið rekið í Austurstræti og Fákafeni undanfarin ár. Vinsælar vörur Gló verða áfram í boði á matseðli Saffran sem tekur við rekstri veitingastaðanna. Viðskipti innlent 27. mars 2024 14:12
Skál flytur úr mathöllinni Veitingastaðurinn Skál sem hefur verið til húsa í mathöllinni á Hlemmi verður fluttur á næstunni að Njálsgötu 1. Skál hefur verið mjög vinsæll síðustu árin og hlaut meðal annars Bib Gourmand-viðurkenningu Michelin. Viðskipti innlent 24. mars 2024 20:15
Hætta með Pizzavagninn eftir tuttugu ára rekstur Petrína og Björgvin Þór hafa ekið Pizzavagninum um uppsveitir Árnessýslu í tuttugu ár en ætla að hætta rekstri í vikunni. Óvissa er um það hvort einhver taki við rekstrinum. Pizzavagninn verður á balli á Flúðum á miðvikudaginn og hættir eftir það. Innlent 23. mars 2024 17:17
Fullkomlega ærandi að vita ekki hvernig jakkinn komst hinumegin á hnöttinn Fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann fékk skilaboð frá eiganda JÖR jakka sem bjó í eyju sunnan við Síle í Suður-Ameríku. Sá hafði keypt flíkina á fatamarkaði og hafði svo uppi á Gumma á samfélagsmiðlum. Lífið 23. mars 2024 17:00
Myndaveisla: Brynja, Bent og Birta á Bryggjunni Húsfyllir var á veitingastaðnum Bryggjan Brugghús á dögunum þegar argentíski bruggmeistarinn Arturo bauð gestum að smakka tvær nýjar bjórtegundir frá staðnum. Lífið 22. mars 2024 15:31