Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Stefna ríkinu vegna fram­göngu lög­reglu

Héraðsdómur Reykjavíkur mun taka mál níu mótmælenda á hendur ríkisins fyrir þann 8. nóvember næstkomandi. Mótmælendur hafa farið fram á skaðabætur vegna framgöngu lögreglu á mótmælum við Skuggasund þann 31. maí síðastliðinn. Nefnd um eftirlit með lögreglu taldi engar vísbendingar um ámælisverða háttsemi lögreglumanna.

Innlent
Fréttamynd

Segir ís­lenska ríkið for­dæma á­kvörðun ísraelska þingsins

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra fordæmir ákvörðun ísraelska þingsins um að banna Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) í Ísrael og að skilgreina stofnunina sem hryðjuverkasamtök. Samkvæmt samþykkt þingsins á stofnunin að láta af starfsemi innan 90 daga.

Innlent
Fréttamynd

Naim Qassem tekur við stjórn Hezbollah

Forsvarsmenn Hezbollah samtakanna í Líbanon tilkynntu í morgun að Naim Qassem myndi taka við stjórnartaumunum af Hassan Nasrallah, sem felldur var í loftárás í síðasta mánuði. Qassem var næstráðandi Hezbollah en Hashem Safieddine, sem var arftaki Nasrallah, var einnig felldur í loftárás í byrjun október.

Erlent
Fréttamynd

Þau eru við, við erum þau

Ódæðið á Gaza heldur áfram, dag eftir dag, og aldrei hefur verið jafn auðvelt að sjá og greina nákvæmlega það sem í gangi er. Ég – eins og fleiri (en ekki nógu margir) – fylgist með í gegnum nokkra Instagram-reikninga og allt blasir þetta við. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin.

Skoðun
Fréttamynd

Sögur Hannesar Hólm­steins

Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein.

Skoðun
Fréttamynd

Íranar segja skaðann „tak­markaðan“ eftir á­rásir næturinnar

Klerkastjórn Íran er þegar byrjuð að gera lítið úr árásum Ísrael á landið í nótt. Þær eru sagðar hafa beinst gegn hernaðarskotmörkum í landinu og segja ráðamenn í Íran að skaðinn hafi verið „takmarkaður“. Ísraelar segja árásunum lokið og að þær hafi verið gerðar á loftvarnarkerfi, eldflaugaverksmiðjur og önnur skotmörk.

Erlent
Fréttamynd

Ísrael gerir loft­á­rás á Íran

Ísraelski herinn hefur hafið loftárásir á Íran. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísraelsher en þeir segjast nú framkvæma hnitmiðaðar árásir á hernaðarleg skotmörk í Íran.

Erlent
Fréttamynd

Saga Ahmeds

Ahmed er 24 ára og býr á Gaza. Fyrir stríðið sem hófst 7. október 2023 vann hann sem forritari, og naut lífsins sem ungur maður á Gaza. Eftir 380 daga af þjóðarmorði og stöðugum flótta er hann kominn með grátt hár. Þetta er saga Ahmeds og fjölskyldu hans.

Skoðun
Fréttamynd

Rang­færslur um Ísrael og Araba­ríkin

Mánudaginn 14. október 2024 hafði ungur bresk-ísraelskur hagfræðingur, Ely Lassman, framsögu á fundi, sem ég efndi til í Þjóðminjasafninu. Var Lassman staddur hér af öðrum ástæðum, og bað ég hann að eiga við okkur orð um „Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin“.

Skoðun
Fréttamynd

Sögur ísraelska her­mannsins

Þann 17. október birti Morgunblaðið frásögn af erindi sem ísraelski hermaðurinn Ely Lassmann flutti fyrir áheyrendur sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus hafði handvalið. Hannes segir í greininni að þetta sé gert af öryggisástæðum, þ.e. að velja áheyrendur. Hannes vill að sitt fólk meðtaki boðskap hermannsins án truflana eða óþarfa vangaveltna um innihaldið í málflutningi hans.

Skoðun
Fréttamynd

Dauði Sinwar tæki­færi til að binda enda á stríðið

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hvatt Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, til að horfa fram á við og taka næstu skref í átt að vopnahléi á Gasa, í kjölfar fregna af því að Ísraelsher hefði banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas.

Erlent
Fréttamynd

Stað­festa and­lát leið­toga Hamas

Ísraelski herinn hefur staðfest að þeir hafi banað Yahya Sinwar, leiðtoga Hamas-samtakanna, í átökum á Gasaströndinni í gær. Lík hans fannst í dag og í DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að um hann hafi verið að ræða.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togi Hamas „lík­lega“ felldur

Forsvarsmenn ísraelska hersins segja líklegt að Yahya Sinwar, leiðtogi Hamas-samtakanna, hafi verið felldur í átökum á Gasaströndinni . Hermenn eru sagðir hafa séð Sinwar og aðra menn á förnum vegi í Rafah á sunnaverðri Gasaströndinni og kallað eftir loftárás á byggingu sem þeir voru í.

Erlent
Fréttamynd

Sagður ekki munu ráðast gegn olíu- né kjarnorkuinnviðum

Heimildarmenn Washington Post innan bandaríska stjórnkerfisins segja Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hafa greint Joe Biden Bandaríkjaforseta frá því í samtali þeirra á dögunum að hann hefði í hyggju að ráðast gegn hernaðarskotmörkum í Íran til að hefna fyrir árásir Írana á Ísrael.

Erlent