Lífið

Baltasar og Sunn­eva af­hjúpa kynið

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Sunneva og Baltasar eiga von á þeirra fyrsta barni saman í sumar.
Sunneva og Baltasar eiga von á þeirra fyrsta barni saman í sumar.

Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eiga von á stúlku í byrjun ágúst. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en Baltasar á fjögur börn fyrir.

Sunneva og Baltasar byrjuðu saman í ársbyrjun 2019.

Baltasar Kormákur er án efa þekktasti leikstjóri landsins og hefur unnið að mörgum stórmyndum á ferli sínum. Í nóvember síðastliðinn var greint frá því að Baltasar mun leikstýra fyrsta þætti miðaldarsjónvarpsþáttaröðinni King and Conqueror sem framleidd verður af framleiðslufyrirtækinu CBS Studios. Þekktir leikarar fara með hlutverk í þáttunum. En þættirnir eru með umfangsmestu kvikmyndaverkefnum sem hafa verið framleidd hér á landi.

Sunneva opnaði stóra einkasýningu síðastliðið haust í New York með galleríinu Robilant og Voena samhliða sýningunni Þulu í Marshallhúsinu. Hún hefur sýnt víða, hér heima og erlendis, leikstýrt og unnið við gerð fjölda tónlistarmyndbanda og fengið tilnefningar til verðlauna.

Frumraun Sunnevu Ásu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu.

Þá unnu Sunneva og Baltasar saman í Netflix þáttaröðinni Katla, Ófærð 3 og Snertingu sem kemur út á þessu ári. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×