Fótbolti

Ný­liðinn í ís­lenska lands­liðinu er markahæst í dönsku úr­vals­deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir sést hér í leik með danska nítján ára landsliðinu.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir sést hér í leik með danska nítján ára landsliðinu. Getty/Nikola Krstic

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í dag valin í fyrsta sinn í íslenska A-landsliðið í fótbolta en hún er í hópnum fyrir tvo leiki á móti Austurríki í undankeppni EM 2025.

Emilía Kiær á íslenska föður en danska móður. Hún spilar með FC Nordsjælland og á að baki leiki fyrir yngri landslið Danmerkur.

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur nú sannfært hana um að spila fyrir íslenska landsliðið.

Þessi nítján ára sóknarmaður hefur spilað frábærlega á þessu tímabili með toppliði dönsku deildarinnar, Nordsjælland.

Hún hefur skorað 10 mörk í 16 deildarleikjum á tímabilinu og er markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar. Hún hefur skorað tveimur mörkum fleira en næsta kona.

Hún skoraði meðal annars sigurmarkið í mikilvægu sigri á Köge á dögunum og lagði líka upp jöfnunarmarkið í leik á móti AGF. Þetta voru tveir fyrstu leikir hennar eftir áramót.

Emilía Kiær skoraði 6 mörk í 20 deildarleikjum á síðustu leiktíð og 2 mörk í 16 leikjum tímabilið á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×