Fótbolti

Southampton leikur um laust sæti í ensku úr­vals­deildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Southampton er einum sigri frá sæti í ensku úrvalsdeildinni.
Southampton er einum sigri frá sæti í ensku úrvalsdeildinni. Michael Steele/Getty Images

Southampton tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik gegn Leeds um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann 3-1 sigur gegn WBA.

Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á heimavelli WBA og því var allt í járnum fyrir leik kvöldsins sem fram fór á St. Mary's, heimavelli Southampton.

Staðan var enn markalaus þegar fyrri hálfleik lauk og það var ekki fyrr en á 56. mínútu að William Smallbone tókst að brjóta ísinn fyrir heimamenn.

Adam Armstrong tvöfaldaði svo forystu liðsins á 78. mínútu áður en hann gerði endanlega út um einvígið með öðru marki sínu sjö mínútum síðar. Cedric Kipre klóraði reyndar í bakkann fyrir gestina á áttundu mínútu uppbótartíma, en þá var það orðið of seint.

Niðurstaðan því 3-1 sigur Southampton sem mætir Leeds í hreinum úrslitaleik um sæti í ensku úrvalsdeildinni þann 26. maí næstkomandi. WBA þarf hins vegar að gera sér annað tímabil í B-deildinni að góðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×