Fréttir

Tjáir sig í fyrsta sinn eftir á­sakanirnar

Leikarinn Russell Brand segir síðastliðna viku hafa verið „stórfurðulega og erfiða.“ Fjórar konur stigu nýlega fram og sögðu hann hafa brotið á sér kynferðislega. Ein þeirra hefur kært hann fyrir kynferðisbrot.

Erlent

Hamingjan ræðst ekki af peningum

Aldrei hafa færri verið hamingjusamir hér á landi og og andlegri heilsu þjóðarinnar hrakar stöðugt. Þá er ungt fólk kvíðnara og meira einmana en áður. Sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu segir samfélagið hafa einblínt um of á hagvöxt og tekjur, í stað velsældar og félagslegra tengsla.

Innlent

„Búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum“

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir „framvarðasveit verkalýðshreyfingarinnar“ komna á stjá á ný, eftir lægð í skeytasendingum. Hún segir stjórn Eflingar ekki lengur þurfa að furða sig á áhugaleysi. Nú sé búið að ræsa vélarnar.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum fjöllum við um rafbyssur sem lögreglan mun brátt taka í notkun. Undirbúningur stendur nú yfir undir handleiðslu erlendra sérfræðinga og við heyrum í lögreglukonu sem lýsir því hvernig er að fá rafstraum úr slíku vopni. Hún segir alveg nóg að prófa það bara einu sinni.

Innlent

Hætta á að verðmætum verði glutrað niður

Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. 

Innlent

Biden lofar Selenskí nýjum eldflaugum

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag að hann ætlaði að senda langdrægar eldflaugar til Úkraínu. Úkraínumenn hafa lengi beðið um slíkar eldflaugar sem heita Army Tactical Missile System, eða ATACMS.

Erlent

Sótt­i fjár­öfl­un­ar­ráð­stefn­ur með auð­jöfr­um

Clarence Thomas, dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna, tók að minnsta kosti tvisvar sinnum þátt í fjáröflunarráðstefnum auðugra bandarískra íhaldsmanna. Ráðstefnurnar voru haldnar af Koch-bræðrunum en Thomas hefur aldrei sagt frá þessu á hagsmunaskrám, eins og öðrum umdeildum lúxusferðum og viðskiptaflækjum sem hann hefur átt í gegnum árin.

Erlent

„Það er bara í­trekað eitt­hvað að klikka hjá þeim“

Forstjóri Matvælastofnunar segir það ekki satt að bilað spil hafi verið það einu vandræðin sem Hvalur 8 lenti í þann 7. september síðastliðinn. Langt myndband sem stofnunin er með í höndunum sýni það. Hún segir umræðu forstjóra Hvals hf. ekki vera sérstaklega málefnalega. 

Innlent

Fagnar afmæli sjö mánuðum eftir að banalegan hófst

Þegar Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hóf líknandi meðferð í febrúar, bjuggust aðstandendur hans við því að hann myndi falla frá á næstu dögum. Carter er þó enn á lífi og stefnir á að halda upp á 99 ára afmæli sitt í næstu viku.

Erlent

Einn al­ræmdasti veiði­þjófur heims í fangelsi

Hinn malasíski Teo Boon Ching hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa skipulagt smygl á hundruðum kílóa af nashyrningahornum. Talið er að hann hefði grætt tæpar þrjú hundruð milljónir króna á viðskiptunum.

Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum heyrum við í dómsmálaráðherra sem er hætt við áform fyrirrennara síns er varða sameiningu sýslumannsembætta.

Innlent

Hringdi í neyðarlínuna og sagðist ekki vita hvar orrustuþotan væri

Flugmaður F-35 orrustuþotu sem týndist á dögunum í Bandaríkjunum, lenti í fallhlíf í bakgarði manns í Suður-Karólínu. Þegar eigandi hússins hringdi í neyðarlínuna virtist sú sem svaraði eiga erfitt með að átta sig á hvað væri að gerast, sem gæti ef til vill talist eðlilegt, en flugmaðurinn tilkynnti henni að hann hefði skotið sér úr orrustuþotu og vissi ekki hvar flugvélin væri.

Erlent