Innlent

„Kisuprestar“ á Snæ­fells­nesi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
„Kisuprestarnir“, Laufey Brá Jónsdóttir prestur í Setbergssókn (til hægri) í Grundarfirði og Brynhildur Óla Elínardóttir prestur í Staðastaðaprestakalli.
„Kisuprestarnir“, Laufey Brá Jónsdóttir prestur í Setbergssókn (til hægri) í Grundarfirði og Brynhildur Óla Elínardóttir prestur í Staðastaðaprestakalli. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Prestar á Snæfellsnesi geta brugðið sér í hin ýmsu dulargervi en nú eru það „kisuprestar”, sem eru hvað vinsælastir í barnastarfi kirknanna á svæðinu.

Barnastarf í kirkjum á Snæfellsnesi hefur blómstrað í vetur og í vor en gott dæmi um það er kirkjan í Grundarfirði þar sem allt hefur iðað og lífi af fjöri í starfi með börnum og unglingum á svæðinu.

Og prestarnir víla ekki fyrir sér að láta mála sig í framan og klæða sig upp á þegar barnastarfið er í gangi en í gær sunnudag var lokahátíð kirkjuskólans haldin í Grundarfjarðarkirkju þar sem krakkar frá Staðastaðaprestakalli og Setbergsprestakalli gerðu sér glaðan dag með fjölbreyttu “Kirkjubralli” eins og það var kallað, sem var fyrir alla fjölskylduna.

„Við erum „kisuprestar” í dag og það er ein stöðin þannig að það fá allir andlitsmálningu þannig að við verðum öll einhverskonar dýr,” segir Laufey Brá Jónsdóttir, prestur í Setbergssókn í Grundarfirði.

Er ekki gaman að taka þátt í þessu með krökkunum?

Það er bara ekkert betra, ertu ekki sammála því ?

„Alveg frábært, þau eru framtíðin, þau eru kirkjan þessar elskur, þau eru yndisleg,” segir Brynhildur Óla Elínardóttir, prestur í Staðastaðaprestakalli.

Og eru krakkarnir dugleg að sækja kirkjustarfið?

„Mjög svo, já um daginn voru hér til dæmi um 80 en annars er að meðaltali um 40, sem þykir bara ansi gott í stórum bæjarfélögum, hvað þá í Grundarfirði,” segir Laufey Brá.

Lokahátíð kirkjuskólans var haldin í Grundarfjarðarkirkju sunnudaginn 12. maí þar sem börn og fullorðnir gerðu sér glaðan dag með fjölbreyttu “Kirkjubralli” eins og það var kallað.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×