Sport

Lést í fyrsta bar­daga sínum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sherif Lawal lést á sunnudaginn.
Sherif Lawal lést á sunnudaginn.

Breski hnefaleikakappinn Sherif Lawal lést eftir að hafa verið sleginn niður í bardaga um helgina.

Lawal mætti Portúgalanum Malam Varela í fyrsta atvinnumannabardaga sínum í London á sunnudaginn.

Varela sló Lawal í gólfið í 4. lotu og hann lá óvígur eftir. Dómarinn byrjaði að telja yfir Lawal en áttaði sig svo á að ástand hans var alvarlegt og stöðvaði bardagann.

Bráðaliðar huguðu að Lawal sem var svo fluttur á spítala þar sem hann lést. Hann var 29 ára.

Meðal þeirra sem hafa minnst Lawals er heimsmeistarinn í þungavigt, Tyson Fury.

„Hvíl í friði. Við erum allir meðvitaðir um hættuna að stíga inn í hringinn. Ég hef alltaf vitað um hættuna. Þú veist að það eru örlög ef þú átt að deyja,“ sagði Fury.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×