Mótmæla brottvísun þriggja nígerískra kvenna

Hópur fólks mótmælir nú við Keflavíkurflugvöll vegna yfirvofandi brottvísunar þriggja nígerískra kvenna. Útlendingastofnun hafnaði seinni partinn í dag beiðni lögmanns um frestun brottvísunar einnar þeirra, Blessing Uzoma Newton af heilsufarsástæðum. Samtökin No border sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem fólk var hvatt til þess að mæta upp á Keflavíkurflugvöll og það fullyrt að brottvísunin verði framkvæmd á milli 23 og 01 í nótt og að í flugvélinni yrðu fleiri. Öllum yrði flogið til Frankfurt þar sem þau verða flutt í flugvél á vegum Frontex.

2421
00:06

Vinsælt í flokknum Fréttir