Innlent

Hraun mjakast yfir varnar­garð

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hrauntunga teygir sig makindalega yfir varnargarð norðan við Grindavík. Engin hætta stafar af henni enn sem komið er.
Hrauntunga teygir sig makindalega yfir varnargarð norðan við Grindavík. Engin hætta stafar af henni enn sem komið er. Almannavarnir

Hrauntunga úr eldgosinu við Sundhnúksgíga hefur teygt sig yfir varnargarð norðan við Grindavík. Hún rennur hægt og engin hætta stafar af henni enn sem komið er.

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hún segir málið í höndum aðgerðastjórnar á svæðinu og að vel verði fylgst með tungunni. Varnargarðurinn sem um ræðir er varnargarður L12 sem liggur norðaustan við Grindavíkurbæ.

Tungan teygir sig fram yfir varnargarð L12 sem liggur norðaustan við Grindavíkurbæ.Vísir

Enn mallar í gígnum að sögn Lovísu og staðan að mestu leyti óbreytt. Full virkni er á svæðinu og ekkert bendir til þess að gosið hætti í bráð. Meiri óvissa er þó um framhaldið vegna þess að landris mælist þrátt fyrir að gos standi yfir sem hefur ekki sést á svæðinu áður.

„Það er möguleiki sem við erum að horfa á að það gæti opnast sprunga án mikillar skjálftavirkni,“ segir Lovísa og brýnir til fólks að fara ekki að gosstöðvunum.

Hraunið rennur hægt.Vísir
Eins og sést er ekki um sérlega mikinn eða hraðskreiðan straum að ræða.Vísir


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×