Handbolti

Slóvakía skellti Pól­landi ó­vænt í umspili HM

Siggeir Ævarsson skrifar
Damian Przytula, fyrirliði Póllands fær óblíðar viðtökur frá varnarmönnum Slóakíu
Damian Przytula, fyrirliði Póllands fær óblíðar viðtökur frá varnarmönnum Slóakíu Vísir/EPA-EFE/Adam Warzawa POLAND OUT

Sex leikir fóru fram í dag í umspili um laus sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta 2025 og litu nokkur óvænt úrslit dagsins ljós. Um fyrri leiki liðanna var að mætast en leikið er heima og að heiman.

Slóvakar unnu mjög óvæntan útisigur á sterku liði Póllands, 28-29 en Slóvakía hefur ekki komist í lokakeppni HM síðan 2011. Fáir ef einhverjir reiknuðu með útisigri í þessum leik, í það minnsta ef litið er á stuðulinn hjá veðbönkum.

Þá vann Ítalía góðan sex marka heimasigur á Svartfjallalandi, 32-26. Ítalía hefur aðeins einu sinni áður komist í lokakeppnina, en það var árið 1997 í Japan.

Önnur úrslit dagsins

Georgía - Austurríki 25-27

Litháen - Ungverjaland 26-33

Slóvenía - Sviss 26-27

Portúgal - Bosnía og Hersegóvína 29-19




Fleiri fréttir

Sjá meira


×